Sagan endurtekur sig - Víkingar vilja sæti Kríu í Olís-deildinni Víkingar frá Reykjavík vilja taka sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta á komandi leiktíð. Kría hafði tryggt sér sæti í deildinni en mun ekki senda lið til leiks. Síðast þegar Víkingur komst í efstu deild fékk það sæti undir svipuðum kringumstæðum. Handbolti 24. júlí 2021 12:00
Grátleg töp hjá bæði Aroni og Alfreð Landslið Barein í handbolta, undir stjórn Arons Kristjánssonar, var ævintýralega nálægt sigri, eða að minnsta kosti jafntefli, gegn Svíum í B-riðli handboltakeppnar karla á Ólympíuleikunum í nótt. Sömu sögu er að segja af liði Þýskalands, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Handbolti 24. júlí 2021 09:31
Alfreð og lærisveinar hans verða ekki viðstaddir opnunarhátíðina Þýska karlalandsliðið í handknattleik verður ekki viðstatt opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem fram fer í Tókýó í Japan klukkan 11.00 í dag. Handbolti 23. júlí 2021 10:01
Kemur til Ísafjarðar eftir að hafa keppt á Ólympíuleikunum Handknattleiksliðið Hörður Ísafjörður hefur heldur betur styrkt sig fyrir komandi tímabil í næstefstu deild hér á landi. Liðið hefur sótt þrjá erlenda leikmenn, þar af einn frá Japan sem mun taka þátt á Ólympíuleikunum sem fara af stað síðar í dag. Handbolti 23. júlí 2021 09:01
Fá litáískan landsliðsmann í stað Einars Rafns FH hefur samið við litáíska landsliðsmanninn Gytis Smantauskas um að leika með liðinu í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Handbolti 22. júlí 2021 11:22
Krían flýgur ekki í Olís-deildinni Kría ætlar ekki að taka þátt í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Handbolti 21. júlí 2021 16:34
Skoða hvort breyta eigi reglunum um bikiníbuxurnar Evrópska handknattleikssambandið, EHF, skoðar nú hvort það eigi að breyta reglum um klæðaburð kvenna á mótum í strandhandbolta. Handbolti 21. júlí 2021 10:58
Sektaðar fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníi Norska kvennalandsliðið í strandhandbolta lét á það reyna að spila í stuttbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu og var refsað fyrir. Handbolti 20. júlí 2021 09:31
Aron mættur með Barein til Tókýó Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í handknattleikslandsliði Barein eru komnir til Tókýó í Japan þar sem liðið mun taka þátt á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. Handbolti 20. júlí 2021 09:01
Með uppeldisfélögin á bakinu Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta undirbúa sig nú undir Ólympíuleikana í Tókýó sem hefjast í vikunni. Handbolti 18. júlí 2021 13:00
Fengu á sig 47 mörk gegn Frökkum Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska handboltalandsliðinu undirbúa sig nú undir Ólympíuleikana á heimavelli, sem hefjast í vikunni. Handbolti 18. júlí 2021 12:17
Ísland rúllaði yfir Kósóvó og spilar um fimmta sætið Íslenska U19 landslið kvenna í handbolta spilar um fimmta sæti í B-deild Evrópumótsins eftir 37-23 sigur á Kósóvó í dag. Handbolti 17. júlí 2021 11:52
Norska liðinu hótað sektum og að vera dæmdar úr leik á EM ef þær spiluðu ekki í bikiníi Norska landsliðinu var hótað sektum og að vera dæmt úr leik þegar það mótmælti klæðaburði á EM kvenna í strandhandbolta. Handbolti 15. júlí 2021 10:03
Gat ekki hafnað tilboði Montpellier Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ. Handbolti 12. júlí 2021 11:45
Stjarnan fær liðsstyrk úr Mosfellsbæ Handboltalið Stjörnunnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við markvörðinn Arnór Frey Stefánsson, sem kemur til liðsins frá Aftureldingu. Handbolti 10. júlí 2021 20:45
Alfreð ánægður að þurfa loksins ekki að heyra öll boltahljóðin Alfreð Gíslason mun í kvöld loksins fá að stýra þýska landsliðinu í handbolta fyrir framan áhorfendur, í fyrsta sinn frá því að hann tók við liðinu. Handbolti 9. júlí 2021 10:01
Forsetinn klappar Patta bróður lof í lófa Patrekur Jóhannesson var nýverið sæmdur silfurmerki Austurríkis á Bessastöðum. Innlent 8. júlí 2021 09:45
Ólafur á leið til silfurliðs Montpellier Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, er á leið til Montpellier í Frakklandi og mun leika þar á næstu leiktíð. Ólafur yfirgefur Kristianstad í Svíþjóð eftir sex ára dvöl. Handbolti 7. júlí 2021 17:26
Elskar að hætta við að hætta og nú farin að gera það í fleiri íþróttum Ef það er einhver íþróttakona sem elskar það að taka skóna af hillunni þá er það handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Íslenski boltinn 7. júlí 2021 11:00
Ómar Ingi í liði ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon var valinn í lið ársins í þýsku deildinni í vetur. Ómar var markahæsti leikmaður deildarinnar með 274 mörk. Handbolti 6. júlí 2021 21:31
„Ævintýri fyrir okkur fjölskylduna“ Anton Rúnarsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í handbolta, er á leið í atvinnumennsku þrátt fyrir að vera 33 ára gamall. Hann segist líkast til hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Handbolti 4. júlí 2021 18:45
Alfreð ætlar sér að vinna til verðlauna í Tókýó Alfreð Gíslason, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, segir ekkert annað koma til greina en að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í sumar. Handbolti 1. júlí 2021 11:30
Staðfesta komu Nagy Markvörðurinn Martin Nagy, sem lék með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur, mun leika með lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti þýska félagið í dag. Handbolti 30. júní 2021 12:01
Alfreð valdi sautján í ólympíuhóp en saknar öflugs tvíeykis Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, hefur valið 17 leikmenn til æfinga og undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í Tókýó í næsta mánuði. Handbolti 29. júní 2021 14:31
„Misskilningur að ég sé fáviti“ Björgvin Páll segir að sumir misskilji hann og haldi að hann sé fáviti, vegna hegðunar inni á handboltavellinum í gegnum árin. Hann viðurkennir að hafa ýkt þessa hegðun og jafnvel meitt leikmenn viljandi á yngri árum. Lífið 29. júní 2021 12:31
Ómar stóðst stóru áskorunina fullkomlega og fékk samning til fimm ára Degi eftir að Ómar Ingi Magnússon tryggði sér markakóngstitilinn í þýska handboltanum tilkynnti félag hans, Magdeburg, að hann yrði áfram hjá félaginu til ársins 2026. Handbolti 28. júní 2021 12:53
Þrír Íslendingar í sex efstu sætunum yfir markahæstu leikmenn þýska boltans Þrír íslenskir landsliðsmenn enduðu í sex efstu sætunum yfir markahæstu leikmenn þýska handboltans. Handbolti 27. júní 2021 16:00
Kiel þýskur meistari og Ómar endaði markahæstur í deildinni Kiel er þýskur meistari í handbolta eftir jafntefli við Rhein Neckar Löwen í síðustu umferð þýska handboltans í dag. Lokatölur 25-25. Handbolti 27. júní 2021 15:13
27 íslensk mörk í sama leiknum og Ómar mögulega markahæstur í deildinni Það rigndi íslenskum mörkum í leik Lemgo og Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en leikurinn var liður í síðustu umferð deildarinnar. Handbolti 27. júní 2021 12:47
Viktor Gísli valinn besti ungi markmaður heims Viktor Gísli Hallgrímsson var á dögunum kjörinn besti ungi markmaður heims í kjöri sem vefmiðillinn handball-planet stóð fyrir. Alls bárust yfir 31.000 atkvæði. Handbolti 26. júní 2021 19:45