Alfreð ánægður að þurfa loksins ekki að heyra öll boltahljóðin Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 10:01 Alfreð Gíslason er jafnan líflegur á hliðarlínunni og vill að sjálfsögðu hafa stuðningsmenn í stúkunni. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Alfreð Gíslason mun í kvöld loksins fá að stýra þýska landsliðinu í handbolta fyrir framan áhorfendur, í fyrsta sinn frá því að hann tók við liðinu. Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira