Gæti orðið tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu: „Ekki spurning að ég er með það markmið í huga“ „Ég elska að spila með þessum stelpum, við hjálpum hvor annarri og það fór aldeilis vel í dag,“ sagði Samantha Smith, sem gekk á dögunum til liðs við Breiðablik, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi þar sem hún skoraði tvö og lagði upp eitt mark. Íslenski boltinn 30. ágúst 2024 20:24
Valgeir Lunddal til liðs við Ísak Bergmann hjá Düsseldorf Valgeir Lunddal Friðriksson er genginn til liðs við Fortuna Düsseldorf, toppliðs þýsku B-deildarinnar í knattspyrnu. Hann kemur frá BK Häcken þar sem hann hefur spilað síðan 2021. Fótbolti 30. ágúst 2024 20:02
Uppgjörið: Valur - Þróttur 1-1 | Dýr stig í súginn hjá meisturunum Í kvöld hófst keppni í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir að deildinni var skipt upp í tvennt. Á Hlíðarenda náðu Þróttarar í stig gegn Valskonum, lokatölur 1-1. Íslenski boltinn 30. ágúst 2024 20:00
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Aftur voru Blikar í engum vandræðum með Víkinga Breiðablik vann 4-0 gegn Víkingi í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna eftir tvískiptingu. Liðin mættust líka í síðustu umferð og þar varð niðurstaðan nákvæmlega sú sama. Íslenski boltinn 30. ágúst 2024 20:00
Sævar Atli kom inn af bekknum í fyrsta sigri Lyngby Lyngby er komið á blað í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir sigur á Vejle í kvöld. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum í fyrri hálfleik. Þá voru Íslendingar í eldlínunni á Ítalíu sem og Þýskalandi. Fótbolti 30. ágúst 2024 19:04
Chelsea biður um Sancho á láni Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur beðið um hinn sóknarsinnaða Jadon Sancho á láni frá Manchester United. Enski boltinn 30. ágúst 2024 18:31
Glódís Perla og Bayern byrja á þægilegum sigri Þýskalandsmeistarar Bayern München byrja tímabilið í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á þægilegum 2-0 sigri á Potsdam. Fótbolti 30. ágúst 2024 18:01
Bestu mörkin: Hitað upp fyrir úrslitakeppnina Úrslitakeppnin í Bestu deild kvenna hefst í kvöld og stelpurnar í Bestu mörkunum hituðu upp í dag. Íslenski boltinn 30. ágúst 2024 16:31
Orri sagður á leið til Sociedad fyrir þrjá milljarða króna Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því nú síðdegis að landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson sé á leið til spænska félagsins Real Sociedad. Fótbolti 30. ágúst 2024 16:27
Emilía Kiær markahæst með meira en mark í leik Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var áfram á skotskónum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Fótbolti 30. ágúst 2024 15:00
Katrín byrjaði með Damir er hann spurði í áttunda sinn Katrín Ásbjörnsdóttir er nýjasti gestur þáttarins Leikdagurinn þar sem fylgst er með leikdegi í lífi leikmanna í Bestu-deildunum. Íslenski boltinn 30. ágúst 2024 14:31
Þungbrýndur Kári á fornar slóðir Það var ekki að sjá mikla gleði á andlitum þeirra Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Víkingi, og Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra félagsins, þegar liðið dróst gegn FC Noah frá Armeníu úr sjötta styrkleikaflokki Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 30. ágúst 2024 14:03
Vill að stuðningsmenn United syngi um sig David Beckham á þá ósk heitasta að heyra aftur söngva um sig þegar hann horfir á leiki með Manchester United. Enski boltinn 30. ágúst 2024 13:01
Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. Fótbolti 30. ágúst 2024 12:32
Víkingar sluppu við stórliðin en mæta Gumma Tóta Víkingar fengu í dag að vita hvaða sex liðum þeir mæta í nýrri Sambandsdeild Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi. Fótbolti 30. ágúst 2024 12:02
Eggert og Andri mæta Roma og Tottenham Dregið var í nýja deildarkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Lið á borð við Manchester United, Tottenham og Roma, ásamt nokkrum Íslendingaliðum, voru með í drættinum. Fótbolti 30. ágúst 2024 10:46
Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. Fótbolti 30. ágúst 2024 10:33
Vissi ekki að pabbi sinn hefði skorað á Anfield Federico Chiesa var kynntur í gær sem nýr leikmaður Liverpool og þessi 26 ára ítalski landsliðsmaður var einnig tekinn í viðtal á miðlum félagsins. Enski boltinn 30. ágúst 2024 09:30
Toney til Al-Ahli og Osimhen mögulega líka Enski framherjinn Ivan Toney er að yfirgefa Brentford og verður leikmaður Al-Ahli í Sádi-Arabíu, samkvæmt fréttum virtra miðla á borð við L’Équipe. Enski boltinn 30. ágúst 2024 08:54
Helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði Víkingar verða í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í dag. Annað árið í röð er íslenskt lið með í aðalkeppninni. Það hafði aldrei gerst áður. Fótbolti 30. ágúst 2024 08:01
Raheem Sterling orðaður við Arsenal Arsenal er sagt hafa áhuga á því að fá til sín Raheem Sterling frá nágrönnum sínum í Chelsea. Enski boltinn 30. ágúst 2024 07:52
Stúkan: Lárus Orri vann milljón en Albert giskaði vitlaust „Ég er með getraun fyrir ykkur strákar mínir, það er jafnvel milljón í boði“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, við Albert Brynjar Ingason og Lárus Orra Sigurðsson. Íslenski boltinn 29. ágúst 2024 23:32
Mount meiddur aftur: „Ég vil að þið heyrið frá mér sjálfum hversu pirraður ég er“ Miðjumaðurinn Mason Mount hjá Manchester United mun missa meira úr vegna meiðsla í læri. Hann neyddist af velli í hálfleik gegn Brighton um síðastliðna helgi og verður frá í nokkrar vikur. Enski boltinn 29. ágúst 2024 22:45
Kærir UEFA fyrir að nota nýja keppnisfyrirkomulagið án leyfis Síleskur íþróttafræðingur hefur kært evrópska knattspyrnusambandið UEFA fyrir að nota keppnisfyrirkomulag sem hann kveðst hafa fundið upp. Fótbolti 29. ágúst 2024 22:17
Tímabilið byrjar brösuglega hjá Real Madrid Spánarmeistarar Real Madrid hafa ekki byrjað tímabilið í spænsku úrvalsdeildinni eins og þeir óskuðu sér. Liðið sótti stig gegn UD Las Palmas með 1-1 jafntefli í kvöld eftir að hafa lent undir. Fótbolti 29. ágúst 2024 21:31
Emilía heldur áfram að skora og Nordsjælland trónir á toppnum Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði tvö af þremur mörkum Nordsjælland í 3-2 sigri gegn Bröndby í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 29. ágúst 2024 21:20
Chelsea tapaði gegn Servette en vann einvígið Chelsea tapaði leik sínum gegn svissneska félaginu Servette 2-1 en tryggði sæti í Sambandsdeildinni með samanlögum 3-2 sigri í einvíginu. Fótbolti 29. ágúst 2024 20:41
„Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór“ Víkingur er á leið í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-0 sigur gegn UE Santa Coloma. Stuðningsmenn liðsins hópuðu sig saman á Ölveri og fögnuðu sigrinum. Fótbolti 29. ágúst 2024 20:17
Fjögur Íslendingalið unnu sín einvígi Fjögur lið með Íslendinga innanborðs tryggðu sér sæti í Sambands- eða Evrópudeildinni í kvöld. Fótbolti 29. ágúst 2024 20:02
Mikil dramatík en sæti í Sambandsdeildinni tryggt Guðmundur Þórarinsson og félagar í armenska liðinu Noah munu leika í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Þeir unnu umspilseinvígi sitt gegn Ruzomberok frá Slóvakíu með afar dramatískum hætti. Fótbolti 29. ágúst 2024 19:13