Fjögur Íslendingalið unnu sín einvígi Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 20:02 Orri Steinn Óskarsson og Sverrir Ingi Ingason voru þeir einu sem komu við sögu hjá sínum félögum. getty Fjögur lið með Íslendinga innanborðs tryggðu sér sæti í Sambands- eða Evrópudeildinni í kvöld. Elfsborg áfram eftir vítaspyrnukeppni Elfsborg komst áfram í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur gegn Molde í vítaspyrnukeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-1 jafntefli en Elfsborg var sparkvissara í kvöld og vann 4-2 í vítaspyrnukeppni. Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru báðir ónotaðir varamenn hjá Elfsborg. Orri inn af bekknum og FCK áfram FC Kaupmannahöfn komst áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri gegn Kilmarnock frá Skotlandi. Fyrri leikinn vann FCK 2-0 en í Skotlandi í kvöld gerðu liðin 1-1 jafntefli sín á milli. Orri Steinn Óskarsson var látinn byrja á varamannabekk FCK, en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu daga. Hann kom inn á 63. mínútu, rétt áður en Lewis Mayo setti boltann óvart í eigið net og jafnaði fyrir danska félagið. Panathinaikos með dramatískan sigur Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu Panathinaikos töpuðu fyrri leik sínum gegn franska félaginu Lens 2-1. Þeir sneru gengi sínu hins vegar við á heimavelli í kvöld og unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Facundo Pellistri og Tete. 3-2 sigur samanlagt í einvíginu og sæti í Sambandsdeildinni tryggt. Sverrir Ingi stóð vaktina í vörninni en Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna meiðsla. Ajax örugglega áfram Ajax tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með samanlögðum 7-1 sigri gegn Jagiellonia frá Póllandi. Leikur kvöldsins vannst 3-0 á heimavelli. Kristin Hlynsson var utan hóps síðast en á varamannabekknum í kvöld, kom ekkert við sögu samt. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17 Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
Elfsborg áfram eftir vítaspyrnukeppni Elfsborg komst áfram í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur gegn Molde í vítaspyrnukeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-1 jafntefli en Elfsborg var sparkvissara í kvöld og vann 4-2 í vítaspyrnukeppni. Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru báðir ónotaðir varamenn hjá Elfsborg. Orri inn af bekknum og FCK áfram FC Kaupmannahöfn komst áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri gegn Kilmarnock frá Skotlandi. Fyrri leikinn vann FCK 2-0 en í Skotlandi í kvöld gerðu liðin 1-1 jafntefli sín á milli. Orri Steinn Óskarsson var látinn byrja á varamannabekk FCK, en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu daga. Hann kom inn á 63. mínútu, rétt áður en Lewis Mayo setti boltann óvart í eigið net og jafnaði fyrir danska félagið. Panathinaikos með dramatískan sigur Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu Panathinaikos töpuðu fyrri leik sínum gegn franska félaginu Lens 2-1. Þeir sneru gengi sínu hins vegar við á heimavelli í kvöld og unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Facundo Pellistri og Tete. 3-2 sigur samanlagt í einvíginu og sæti í Sambandsdeildinni tryggt. Sverrir Ingi stóð vaktina í vörninni en Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna meiðsla. Ajax örugglega áfram Ajax tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með samanlögðum 7-1 sigri gegn Jagiellonia frá Póllandi. Leikur kvöldsins vannst 3-0 á heimavelli. Kristin Hlynsson var utan hóps síðast en á varamannabekknum í kvöld, kom ekkert við sögu samt. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17 Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17
Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30