Flóttamannastraumur vekur harðar deilur Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur. Erlent 29. október 2023 17:01
„Þið getið tekið við þeim“ Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Erlent 17. október 2023 16:28
Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. Erlent 6. október 2023 07:38
Ítrekar afstöðu sína gegn því að svipta fólk heilbrigðisþjónustu Landlæknisembættið hefur ítrekað þá afstöðu sína að það sé óásættanlegt að svipta fólk réttinum til heilbrigðisþjónustu og að þjónustan eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu einstaklinga sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Innlent 6. október 2023 07:13
Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina. Innlent 4. október 2023 11:49
Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. Innlent 3. október 2023 11:48
Boðar frekari breytingar í þágu aukinnar skilvirkni og sparnaðar Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þar sem gerðar verða frekari breytingar á útlendingalögum. Innlent 3. október 2023 06:37
Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. Innlent 2. október 2023 13:28
Treystir nefndinni þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Ráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Innlent 1. október 2023 21:01
„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Innlent 1. október 2023 11:53
Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Innlent 30. september 2023 19:20
Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. Innlent 30. september 2023 13:01
Á erfitt andlega eftir einn og hálfan mánuð án réttinda Maður sem hefur verið þjónustusviptur hefur dvalið hér á landi án réttinda í rúmlega einn og hálfan mánuð segir stöðu sína vera ansi slæma. Hann hefur ítrekað þurft að sofa úti. Innlent 29. september 2023 23:01
Þurfa ekki að óttast að vera handtekin í skýlinu Nýtt neyðarskýli Rauða krossins fyrir þjónustusvipta hælisleitendur opnaði í dag. Umsjónarmaður fjöldahjálpar segir notendur skýlisins ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að vera handteknir mæti þeir á svæðið. Innlent 29. september 2023 19:15
Hugmyndir dómsmálaráðherra útópískar Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. Innlent 29. september 2023 11:59
Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. Innlent 28. september 2023 18:59
Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. Innlent 28. september 2023 13:00
Dugir ekki að vera hinsegin eða kona og óttast mismunun Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun velta því upp í ræðu á samkomu American Enterprise Institute í Washington, hvort Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1951 eigi enn við í dag. Erlent 26. september 2023 12:56
Þeim fjölgar sem er vísað beint úr landi að loknu gæsluvarðhaldi Það sem af er ári hefur 44 einstaklingum verið vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðahaldi en allt árið í fyrra var heildarfjöldinn 36. Fangelsismálastofnun hefur ekki upplýsingar um það hversu stór hluti hópsins eru hælisleitendur. Innlent 11. september 2023 07:08
Eftirlýstur hælisleitandi handtekinn með tvær milljónir í reiðufé Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í mánuðinum reyndist eftirlýstur hælisleitandi. Við leit á manninum fundust tvær milljónir króna í reiðufé. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 8. september 2023 20:03
Meirihluti landsmanna telur of marga flóttamenn fá hæli Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna þar sem ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki. Innlent 5. september 2023 21:01
Samtal enn í gangi um þjónustusvipt flóttafólk Félags-og vinnumarkaðsráðherra segir samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðu flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur. Innlent 29. ágúst 2023 18:56
Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Innlent 28. ágúst 2023 15:30
Ályktanir VG: Fullur stuðningur við Svandísi og engar flóttamannabúðir „Lokaðar flóttamannabúðir þar sem fólk er geymt þar til hægt er að senda það úr landi er ekki lausnin á þessari stöðu,“ segir í ályktun sem samþykkt var á flokksráðsfundi Vinstri grænna nú um helgina, um framkvæmd nýrra útlendingalaga. Innlent 28. ágúst 2023 09:12
Í fullum rétti til að setja stórt spurningamerki við hugmynd Guðrúnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, sagðist heyra skilaboðin sem honum bárust vegna mála flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráðherrann ávarpaði fund sem haldinn var af 28 félagasamtökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurningamerki við hugmyndir dómsmálaráðherra um lokað búsetuúrræði fyrir fólk í ólögmætri dvöl hérlendis. Innlent 24. ágúst 2023 15:12
„Hér er mannúðarkrísa“ Tuttugu og átta félagasamtök funduðu í dag um málefni flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu. Félagsmálaráðherra var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem mætti en hann sagði það ekki stefnu stjórnvalda að fólk sé á götunni og að verið sé að vinna að lausn með sveitarfélögum. Innlent 23. ágúst 2023 20:41
Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. Innlent 23. ágúst 2023 13:00
„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. Innlent 22. ágúst 2023 16:12
Fjörutíu og tveir frá Venesúela fengið hæli en 435 verið synjað Á tímabilinu frá og með janúar og til og með júlí barst Útlendingastofnun 2.751 umsókn um vernd. Stærsti hlutinn var vegna einstaklinga frá Venesúela, 1.208 umsóknir, en 980 vegna einstaklinga frá Úkraínu. Innlent 22. ágúst 2023 07:10
Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. Innlent 19. ágúst 2023 19:13