„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 11:53 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira