Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. Körfubolti 1. desember 2022 23:00
Umfjöllun og viðtal: Haukar - Tindastóll 80-75 | Haukar komu til baka og lögðu Stólana Haukar unnu fimm stiga sigur á heimavelli gegn Tindastóli í Subway deildinni í kvöld. Tindastóli mistókst þar með að vinna fjórða leik sinn í röð. Haukar áttu góða endurkomu í kvöld og unnu 80-75. Körfubolti 1. desember 2022 22:23
Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. Körfubolti 1. desember 2022 21:36
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 87-91 | Baráttusigur Grindavíkur á Egilsstöðum Grindvíkingar komu sér aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 87-91 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Grindvíkingar voru fastir fyrir í vörninni og héngu sem hundar ár roði á forustu sinni í lokin. Körfubolti 1. desember 2022 21:18
Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna. Körfubolti 1. desember 2022 21:15
Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. Körfubolti 1. desember 2022 20:15
KR-ingar þurfi að láta Helga fara: „Þetta er bara komið gott“ Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru eins og svo oft áður um víðan völl í Framlengingunni og ræddu þar meðal annars um slæma stöðu KR-inga í Subway-deildinni. Körfubolti 29. nóvember 2022 23:31
KR skiptir út manni fyrir botnslaginn mikilvæga KR-ingar stefna á að tefla fram nýjum leikmanni á fimmtudaginn í leiknum mikilvæga gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Þeir sendu annan leikmann heim í staðinn. Körfubolti 29. nóvember 2022 16:30
Körfuboltakvöld: Taylor Maurice Johns stal senunni Að venju fór Körfuboltakvöld yfir tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Farið var yfir tíu bestu tilþrif umferðarinnar og var það Taylor Maurice Johns, leikmaður ÍR, sem fékk tilþrif vikunnar. Körfubolti 27. nóvember 2022 23:31
Körfuboltakvöld ekki sammála Viðari Erni: „Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ósáttur með ritaraborðið í leik Vals og sinna manna í Subway deild karla. Körfuboltakvöld fór yfir síðustu mínútu leiksins til að komast að því hvort Viðar Örn hefði eitthvað fyrir sér. Körfubolti 26. nóvember 2022 15:30
Körfuboltakvöld um andlausa frammistöðu KR: „Þetta er ekki boðlegt“ KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það. Körfubolti 26. nóvember 2022 11:01
Stjarnan leikur framvegis í Umhyggjuhöllinni og styður við bakið á langveikum börnum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar skrifaði í gær undir samning við E. Sigurðsson ehf. byggingarfélag um að fyrirtækið yrði einn af aðalstyrkaraðilum liðsins. Samhliða því mun fyrirtækið styðja við Umhyggju, félag langveikra barna, og heimavöllur liðsins fékk í kjölfarið nýtt nafn, Umhyggjuhöllin. Körfubolti 25. nóvember 2022 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 91-75 | Keflavík aftur á sigurbraut en staðan svört hjá KR-ingum Keflavík sýndi fagmannlega og stöðuga frammistöðu þegar liðið sigldi í höfn sannfærandi 91-75 sigri í viðureign sinni við sært KR-lið í sjöundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Blue Car Rental-höllinni í Keflavík í kvöld. Körfubolti 25. nóvember 2022 21:54
„Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn toppliði Vals í Subway-deild karla kvöld. Hann getur þó verið ánægður með margt í leik sinna manna. Körfubolti 25. nóvember 2022 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Körfubolti 25. nóvember 2022 21:27
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-71 | Njarðvík aftur á sigurbraut Eftir tvo tapleiki í röð komst Njarðvík aftur á sigurbraut eftir sigur á Haukum í hörkuleik. Haukar voru yfir lengst af í leiknum en eftir mikla þrautseigju náðu Njarðvíkingar að loka leiknum og unnu fjögurra stiga sigur 75-71. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 24. nóvember 2022 23:25
„Erum reynslumiklir og kunnum að klára leiki“ Njarðvík vann fjögurra stiga sigur á Haukum 75-71. Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur sneri aftur á parketið eftir meiðsli og var ánægður með sigurinn. Sport 24. nóvember 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 110-75 | Stólarnir stöðvuðu sigurgöngu Blika Í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld tók Tindastóll á móti Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta og urðu lokatölur leiksins 110-65 Tindastól í vil. Körfubolti 24. nóvember 2022 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan valtaði yfir Grindvíkinga í Garðabænum Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. Körfubolti 24. nóvember 2022 21:48
Umfjöllun: ÍR - Þór Þ. 79-73 | Dísætur og dýrmætur sigur ÍR Tvö neðstu lið Subway-deildar karla, ÍR og Þór Þ., áttust við í mikilvægum fallslag í Skógarselinu. ÍR-ingar höfðu betur, 79-73, eftir spennuleik og skildu Þórsara eftir á botni deildarinnar. Körfubolti 24. nóvember 2022 21:48
„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“ „Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta. Körfubolti 24. nóvember 2022 21:26
„Þetta var mjög þungt“ Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum. Körfubolti 24. nóvember 2022 21:01
„Hann er náttúrulega bara Herra Þorlákshöfn“ Emil Karel Einarsson átti frábæran leik með Þór þegar liðið vann loksins leik í Subway deildinni en sigurinn kom á móti einu af efstu liðum deildarinnar og eftir að Þórsliðið hafði lent í miklu mótlæti. Körfubolti 24. nóvember 2022 16:00
Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“ KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga. Körfubolti 24. nóvember 2022 14:02
Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. Körfubolti 24. nóvember 2022 08:00
Vinnie sló stoðsendingametið sem var sett á síðustu öld Vincent „Vinnie“ Malik Shahid setti nýtt stoðsendingamet í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær þegar hann leiddi Þórsara til fyrsta sigur síns á tímabilinu. Körfubolti 22. nóvember 2022 11:00
Björn fær nýra úr mömmu: „Vissi að þetta yrði endastöðin“ „Vegna þess hve léleg nýrun eru orðin þá má ég ekki við því aukaálagi sem fylgir því að æfa og spila körfubolta,“ segir KR-ingurinn Björn Kristjánsson sem neyðst hefur til að leggja körfuboltaskóna á hilluna. Körfubolti 22. nóvember 2022 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. Körfubolti 21. nóvember 2022 23:45
„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“ Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Körfubolti 21. nóvember 2022 22:31
Umfjöllun: Höttur - Stjarnan 89-92 | Stjarnan marði Hött í framlengingu Stjarnan komst aftur á skrið eftir tvo tapleiki í röð með að vinna Hött á Egilsstöðum í kvöld og stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu heimamanna. Stjarnan knúði fram sigur í framlengingu eftir að Höttur hafði unnið upp forskot á lokamínútu venjulegs leiktíma. Körfubolti 21. nóvember 2022 22:30