„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 21:26 Ísak Máni Wium hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta. Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak. Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak.
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira