Stjarnan leikur framvegis í Umhyggjuhöllinni og styður við bakið á langveikum börnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 23:30 Frá undirritun samningsins. Stjarnan Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar skrifaði í gær undir samning við E. Sigurðsson ehf. byggingarfélag um að fyrirtækið yrði einn af aðalstyrkaraðilum liðsins. Samhliða því mun fyrirtækið styðja við Umhyggju, félag langveikra barna, og heimavöllur liðsins fékk í kjölfarið nýtt nafn, Umhyggjuhöllin. Ásamt því að verða einn af aðalstyrkaraðilum Stjörnunnar mun E. Sigurðsson ehf. styðja við Umhyggju með margvíslegum hætti í tengslum við samninginn. Liður í því er meðal annars að gefa heimvelli Stjörnunnar, íþróttahúsinu við Ásgarð, nafnið Umhyggjuhöllin félaginu til heiðurs. Á komandi leiktíð munu Stjarnan, E. Sigurðsson ehf. og Umhyggja sameina krafta sína og standa fyrir skemmtilegum viðburðum og fjáröflunum. Umhyggju verður jafnframt úthlutað glerstúka á vellinum til einkanota fyrir félagsmenn sína. Í fréttatilkynningu Stjörnunar og E. Sigurðssonar ehf. kemur fram að starf Stjörnunnar sé algjörlega ómetanlegt á sviði forvarna og uppeldis ungra Garðbæinga við holla og uppbyggjandi íþróttaiðkun. Jafnframt vinni aðdáunarvert starf við að styðja við langveik börn og aðstandendur þeirra með skilvirkum og fjölbreyttum hætti þegar á reynir og að félagið eigi stallinn svo sannarlega skilið. „Við erum stolt af því að styðja við bakið á frábæru starfi innan körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og á sama tíma nýtum við tækifærið og veitum Umhyggju aukin sýnileika í gegnum þennan frábæra vettvang. Okkur þykir brýnt í starfsemi okkar að huga að samfélagslegri ábyrgð. Við vonumst einnig til að þessi einstaki og skemmtilegi samningur verði fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki,“ sagði Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, framkvæmdastjóri E. Sigurðsson ehf við undirritun samningsins. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir deildina að koma að þessu einstaka verkefni með E. Sigurðsson ehf og Umhyggju. Félagið stendur okkur í Stjörnunni nærri þar sem dóttir sjúkraþjálfara mfl karla hefur notið stuðnings eins af aðildarfélögum í sinni baráttu. Samstarfið gengur út á gera starfsemi Umhyggju, sem er að vinna ómetanlegt starf í þágu langveikra barna, sýnilegri og ekki skemmir fyrir að geta boðið skjólstæðingum félagsins uppá stúku til eigin afnota þar sem ekki geta allir mætt á leiki og sest á áhorfendabekkina með okkur hinum,“ bætti Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar við. Stjarnan lék sinn fyrsta heimaleik í Umhyggjuhöllinni í Subway-deild karla í gær er liðið tók á móti Grindavík í kjölfar undirritunar samningsins. Í tilefni af tímamótunum ákvað E. Sigurðsson ehf. að heita þúsund krónum af hverju skoruðu stigi Stjörnumanna í leiknum til styrktar Umhyggju. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan vann stórsigur í leiknum, 94-65, og því renna 94 þúsund krónur til Umhyggju eftir leikinn. Stjarnan Subway-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Ásamt því að verða einn af aðalstyrkaraðilum Stjörnunnar mun E. Sigurðsson ehf. styðja við Umhyggju með margvíslegum hætti í tengslum við samninginn. Liður í því er meðal annars að gefa heimvelli Stjörnunnar, íþróttahúsinu við Ásgarð, nafnið Umhyggjuhöllin félaginu til heiðurs. Á komandi leiktíð munu Stjarnan, E. Sigurðsson ehf. og Umhyggja sameina krafta sína og standa fyrir skemmtilegum viðburðum og fjáröflunum. Umhyggju verður jafnframt úthlutað glerstúka á vellinum til einkanota fyrir félagsmenn sína. Í fréttatilkynningu Stjörnunar og E. Sigurðssonar ehf. kemur fram að starf Stjörnunnar sé algjörlega ómetanlegt á sviði forvarna og uppeldis ungra Garðbæinga við holla og uppbyggjandi íþróttaiðkun. Jafnframt vinni aðdáunarvert starf við að styðja við langveik börn og aðstandendur þeirra með skilvirkum og fjölbreyttum hætti þegar á reynir og að félagið eigi stallinn svo sannarlega skilið. „Við erum stolt af því að styðja við bakið á frábæru starfi innan körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og á sama tíma nýtum við tækifærið og veitum Umhyggju aukin sýnileika í gegnum þennan frábæra vettvang. Okkur þykir brýnt í starfsemi okkar að huga að samfélagslegri ábyrgð. Við vonumst einnig til að þessi einstaki og skemmtilegi samningur verði fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki,“ sagði Eyjólfur Fannar Eyjólfsson, framkvæmdastjóri E. Sigurðsson ehf við undirritun samningsins. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir deildina að koma að þessu einstaka verkefni með E. Sigurðsson ehf og Umhyggju. Félagið stendur okkur í Stjörnunni nærri þar sem dóttir sjúkraþjálfara mfl karla hefur notið stuðnings eins af aðildarfélögum í sinni baráttu. Samstarfið gengur út á gera starfsemi Umhyggju, sem er að vinna ómetanlegt starf í þágu langveikra barna, sýnilegri og ekki skemmir fyrir að geta boðið skjólstæðingum félagsins uppá stúku til eigin afnota þar sem ekki geta allir mætt á leiki og sest á áhorfendabekkina með okkur hinum,“ bætti Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar við. Stjarnan lék sinn fyrsta heimaleik í Umhyggjuhöllinni í Subway-deild karla í gær er liðið tók á móti Grindavík í kjölfar undirritunar samningsins. Í tilefni af tímamótunum ákvað E. Sigurðsson ehf. að heita þúsund krónum af hverju skoruðu stigi Stjörnumanna í leiknum til styrktar Umhyggju. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan vann stórsigur í leiknum, 94-65, og því renna 94 þúsund krónur til Umhyggju eftir leikinn. Stjarnan
Subway-deild karla Stjarnan Garðabær Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira