Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Eitt lið á vellinum“

    Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Eiginkona mín tók því alls ekki vel“

    Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 0-0 | Markalaust í Keflavík

    Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun þar sem bæði lið fengu þó nokkur dauðafæri til að komast yfir og það var með hreinum ólíkindum að það hafi verið markalaust í hálfleik. Gangur leiksins breyttist síðan algjörlega í síðari hálfleik þar sem bæði lið voru í tómum vandræðum með að skapa sér færi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“

    Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Held ég sé mjög van­metinn“

    „Ég var náttúrulega hafsent sem leyfði öðrum að njóta sín því ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði miðvörðurinn fyrrverandi Grétar Sigfinnur Sigurðarson í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark, á dögunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Móðir þungt hugsi eftir að sonur varð vitni að látunum

    Mikill hiti var í toppslag Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Slagsmál hófust við lok leiks, rautt spjald fór á loft og þjálfarar voru harðorðir í viðtölum. Þá skarst í odda milli stuðningsmanna liðanna. Móðir átta ára drengs veltir fyrir sér hvort slíkur fótboltaleikur sé æskilegur fyrir drenginn til að mæta á.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Haga sér eins og fávitar allan leikinn“

    „Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Litlir hundar sem gelta hátt“

    „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld.

    Fótbolti