Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 13:34 Steinþór Freyr Þorsteinsson í leik með KA en hann hefur spilað fyrir liðið síðan 2017. vísir/daníel Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót.
Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42
Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33
Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30