Vala og Solla - Hollustubrauð
Hollustukokkurinn snjalli, Solla Eríks, og Vala Matt tóku upp nokkra góða matarþætti með snilldaruppskriftum Sollu. Það er hægt að gæða sér með góðri samvisku á þessum dúndurholla mat. Eins og öllu sem Solla býr til. Hafra- og speltbrauð Uppskrift fyrir 4: 1 dl haframjöl 1 dl graskerjafræ 2 ½ dl vatn 4 dl speltmjöl, fínt hvítt mjöl 1 dl sólblómafræ 1 msk sítrónusafi, hreinn ½ tsk borðsalt 1 ½ tsk kúmen 1 dl hörfræ 2 ½ msk hunang 1 msk vínsteinslyftiduft Hitið ofninn í 180°C. Blandið þurrefnunum saman í skál+hunang, hellið 2,5 dl vatni og sítrónusafa út í og hrærið þessu rólega saman. Setjið í smurt brauðform. Bakað við 180°C í um 35-40 mínútur. Þetta er allt og sumt. Ótrúlega fljótlegt og þvílík hollusta. Og ljúft og gott á bragðið. Getur ekki verið betra!