Tossinn sem varð prófessor

Listamaðurinn Goddur gerir upp við skólakerfið í síðasta þætti Tossana, en viðtalið er eins konar eldmessa hans sem snýst um mikilvægi skapandi hugsunar í skólastarfi. „Ég er dropout úr menntaskóla, ég var rekinn úr myndlistaskólanum en samt sit ég uppi sem prófessor við Listaháskóla Íslands,“ segir Goddur. Hann er ekki hrifin af skólakerfinu eins og það er í dag. „Skólakerfið þurrkar þá út sem eru óþægir eða óþægilegir með tilfinningar og hugmyndir." Lokaþáttur Tossana verður sýndur kl 19.25 á Stöð 2 í kvöld. Þetta viðtal er í lengri útgáfu en hægt var að koma fyrir í þáttunum.

8744
04:56

Næst í spilun: Tossar

Vinsælt í flokknum Tossar