Jógastaða vikunnar - Jafnvægið í Trénu
Í þessum þætti af Jógastöðu vikunnar kennir Þóra Rós lesendum Vísis jafnvægisstöðuna Tré. Jafnvægið getur verið mismunandi frá degi til dags. Það er mjög mikilvægt að ögra jafnvæginu helst á hverjum degi. Að vera með gott jafnvægi og sterkar undirstöður ýtir undir jafnvægi í lífinu. Það er gott að finna fyrir jarðtengingu öðru hverju og sérstaklega þegar við þurfum að róa taugakerfið.