Sport

Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagurinn hjá Damon Heta byrjaði mjög vel, en endaði alls ekki vel.
Dagurinn hjá Damon Heta byrjaði mjög vel, en endaði alls ekki vel. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images

Ástralski pílukastarinn Damon Heta féll úr leik á heimsmeistaramótinu í pílu á ótrúlegan hátt í dag.

Heta, sem situr í níunda sæti heimslistans, mætti Luke Woodhouse, sem situr í 35. sæti, í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu sem fór af stað á ný eftir örstutt jólafrí.

Eftir tap í fyrsta setti virtist Heta ætla að ganga frá málunum nokkuð þægilega með því að klára næstu þrjú sett, 3-1, 3-2 og 3-2. Í öðru þriðja setti ætlaði allt um koll að keyra í Alexandra Palace þegar Ástralinn náði níu pílna leik og Heta virtist óstöðvandi.

Heta vann svo fyrst legginn í fimmta setti ogvar því í góðum málum. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Heta og Woodhouse tók öll völd. Hinn enski Woodhouse vann næstu níu leggi og tryggði sér þar með ótrúlegan 4-3 sigur og um leið sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir Stephen Bunting.

Stephen Bunting vann einmitt öruggan 4-1 sigur gegn Lettanum Madars Razma í þriðja leik dagsins í dag og þá tryggði Johnny Clayton sér einnig sæti í 16-manna úrslitum með 4-3 sigri gegn Daryl Gurney. Clayton mætir annað hvort Gerwyn Price eða Joe Cullen í 16-manna úrslitum.

Í kvöld fara svo fram þrjár aðrar viðureignir í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Þá mætast Gerwyn Price og Joe Cullen, Jarmaine Wattimena og Peter Wright, og að lokum fær Nick Kenny að kljást við ríkjandi heimsmeistara, Luke Humphries.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×