Sport

Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjó­flóði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sophie keppti á Vetrarólympíuleikunum í Kína árið 2022.
Sophie keppti á Vetrarólympíuleikunum í Kína árið 2022. EPA/Maxim Shipenkov

Ólympíusnjóbrettakappinn Sophie Hediger lést í snjóflóði í Arosa í Sviss á mánudaginn síðasta. Svissneska skíðasambandið greinir frá andláti hennar.

Hediger var 26 áragömul og hluti af landsliði Sviss í snjóbrettafimi. Hún keppti á Vetrarólympíuleikunum í Kína árið 2022 og vann tvö verðlaun á heimsmeistaramótinu í snjóbrettafimi síðasta vetur.

„Við erum orðlaus og hugur okkar er hjá fjölskyldu Sophie. Við vottum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur,“ hefur Guardian eftir formanni svissneska skíðasambandsins.

„Hörmulegt fráfall Sophie hefur varpað dimmum skugga á hátíðarnar hjá svissneska skíðasamfélaginu. Við erum harmi lostin,“ segir hann.

Engar frekari upplýsingar verða gefnar út varðandi andlát Hediger og var það sameiginleg ákvörðun maka hennar og fjölskyldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×