Fótbolti

Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Florian Wirtz er í viðræðum við Bayer Leverkusen um nýjan samning.
Florian Wirtz er í viðræðum við Bayer Leverkusen um nýjan samning. Jörg Schüler/Bayer 04 Leverkusen via Getty Images

Þýska stórvaldið Bayern München heldur enn í vonina um að næla í ungstirnir Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen í sumar.

Wirtz, sem hefur skorað sjö mörk og lagt upp önnur sjö fyrir Bayer Leverkusen á tímabilinu, lék lykilhlutverk er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni á síðasta tímabili.

Þessi 21 árs gamli sókndjarfi miðjumaður er þessa stundina í viðræðum við Bayer Leverkusen um nýjan samning. Forráðamenn Bayern München gera sér grein fyrir því að þær viðræður séu langt á veg komnar.

Hins vegar greinir Sky Sports í Þýskalandi frá því að forráðamenn Bayern haldi enn í vonina um að næla í Wirtz næsta sumar. Á meðan leikmaðurinn hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning haldist möguleikinn opinn.

Alls hefur Wirtz skorað 53 mörk og lagt upp önnur 58 í 177 leikjum fyrir Bayer Leverkusen í öllum keppnum frá því að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2019.

Þýsku meistararnir í Bayer Leverkusen sitja í öðru sæti þýsku deildarinnar með 32 stig eftir 15 leiki, fjórum stigum á eftir Bayern München sem trónir á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×