Sáu ekki til sólar en unnu samt

Mikil þoka lagðist yfir völlinn eftir um sextíu mínútur og boltinn týndist nánast þegar hann fór hátt upp í loft.
Mikil þoka lagðist yfir völlinn eftir um sextíu mínútur og boltinn týndist nánast þegar hann fór hátt upp í loft. Clive Mason/Getty Images

Nottingham Forest vann með einu marki gegn engu þegar Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn sem eru í harðri Meistaradeildarsætisbaráttu, hrikaleg niðurstaða fyrir Tottenham sem situr í neðri hluta deildarinnar og var að missa enn einn varnarmanninn í meiðsli. 

Gestirnir voru meira með boltann en heimamenn ógnuðu í skyndisóknum og komust yfir eftir eina slíka, þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum.

Morgan Gibbs-White vann boltann á eigin vallarhelmingi og óð upp völlinn, fann svo Anthony Elanga sem kláraði færið einn gegn markverðinum.

Morgan Gibbs-White gerði vel og lagði upp mark.Michael Regan/Getty Images

Tottenham komst næst því að skora mark þegar Brennan Johnson barst boltinn á 39. mínútu, hann þrumaði að marki en Matz Sels var snöggur að bregðast við og blakaði boltanum yfir.

Brennan Johnson fékk annað gott færi og var næstum því búinn að jafna í upphafi seinni hálfleiks. Hann tók frábærlega við boltanum í teignum og skaut af mjög stuttu færi en þá varði markmaðurinn með fætinum.

Tottenham tókst hins vegar ekki að skora jöfnunarmark og leikurinn fjaraði á endanum út, 1-0 sigur Nottingham niðurstaðan.

Þá versnaði staðan enn frekar fyrir Tottenham því Radu Dragusin fór meiddur af velli og Djed Spence fékk rautt spjald í uppbótartíma. Þeir bætast við á langan lista varnarmanna sem verða frá í næsta leik gegn Wolves.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira