Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Hólmfríður Gísladóttir og Vilhelm Gunnarsson skrifa 15. desember 2024 11:00 Kosningar og eldgos settu mark sitt á árið. Sumum atburðum er erfitt, og jafnvel ómögulegt, að lýsa með orðum. Þess vegna eru ljósmyndir nauðsynlegur þáttur í fréttaflutningi vef- og prentmiðla. Ein mynd, römmuð inn af reyndu auga og tekin á hárréttu augnabliki, getur vakið tilfinningar sem erfitt væri að koma til skila til lesandans með öðrum hætti. Hvort sem um er að ræða hús að fara undir heitglóandi hraun eða sigurvímu frambjóðandans, þá sannast hið fornkveðna: Mynd getur sagt meira en þúsund orð. Á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar stendur Vilhelm Gunnarsson vaktina, vakinn og stundum meira ósofinn en sofinn. Að auki ná tökumennirnir okkar oft fallegum og skemmtilegum myndum á vettvangi, sem prýða og auðga bæði fréttaskrif blaðamanna og upplifun lesenda. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta á árinu. Stærstu tíðindin í pólitíkinni árið 2024 voru án efa ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur í apríl um að bjóða sig fram til forseta og hætta sem forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Stjórnarsamstarfið var endurnýjað í kjölfar brotthvarfs Katrínar og ný ríkisstjórn mynduð undir forystu Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Forsetakosningar Til að byrja með virtist Katrín nokkuð öruggur kandídat til að veðja á en þegar á leið sóttu Halla Hrund Logadóttir og Baldur Þórhallsson hart að henni í skoðanakönnunum. Jón Gnarr blandaði sér einnig í toppbaráttuna.Vísir/Vilhelm Frambjóðendur voru í fullri vinnu við að koma fram í hinum ýmsu þáttum og mættu meðal annars í Pallborð og kappræður hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þar gátu umræður orðið ansi líflegar, ekki síst þegar mættust ólíkir karakterar á borð við hinn þaulreynda Ástþór Magnússon og ísdrottninguna Ásdísi Rán.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr mætir ásamt Jógu sinni og fjölskyldu á kjörstað.Vísir/Anton Brink Á endanum fór það svo að Halla Tómasdóttir var kjörinn forseti Íslands. Halla hafði í upphafi verið að mælast með í kringum 4 prósent í skoðanakönnunum en endurtók leikinn frá því í kosningunum 2016 og bætti gríðarlega við sig eftir því sem á leið. Á endanum hlaut hún 34 prósent atkvæða, Katrín 25 prósent og Halla Hrund 16 prósent.Vísir/Vilhelm Mótmæli Það væri ofsögum sagt að segja að árið hefði einkennst af mótmælum en þau brutust nokkrum sinnum og þá voru ljósmyndarar Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar jafnan á vettvangi. Þessi mynd var tekinn þegar tjaldbúðum var slegið upp við þinghúsið af Palestínumönnum, sem kröfðust þess að stjórnvöld kæmu að því að bjarga fjölskyldum þeirra frá Gasa.Vísir/Vilhelm Útlendingamálin og átökin á Gasa voru mikil hitamál og meðal annars efnt til mótmæla þegar ríkisstjórnarfundir fóru fram. Mótmælendur kölluðu eftir mildi gagnvart hælisleitendum og aðgerðum gegn Ísrael.Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í eldlínunni þegar kom að breytingum á útlendingalögum.Vísir/Arnar Mótmælendum var að minnsta kosti tvívegis vísað af þingpöllum og Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína eins og flestir þekkja hana, fjarlægð með valdi þegar hún gerði hróp að Bjarna Benediktssyni á fyrsta þingfundi hans sem forsætisráðherra í apríl.Vísir/Vilhelm Í júní fóru strandveiðimenn blysgöngu frá Hörpu að Alþingishúsinu og kröfðust þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst.Vísir/Einar Mikið var rætt um leikskólamál í borginni eins og svo oft áður, biðlista og myglu. Mestur var hitinn þó í kringum verkföll kennara og hart sótt að borginni um að semja svo börnin kæmust aftur í skólann og foreldrar í vinnuna.Vísir/Anton Brink Kennarar mótmæltu líka en mikil reiði braust út þeirra á meðal þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri brigslaði þeim um að vilja „vera minna með börnunum“ en vera samt „veikari en nokkru sinni fyrr“. Reiðin braust meðal annars út í fjölda skoðanagreina á Vísi og í mótmælum við ráðhúsið, þar sem Dagur B. Eggertsson sat fyrir svörum í fjarveru Einars.Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar Það var öllum ljóst að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna var komið að leiðarlokum þegar Bjarni Benediktsson sleit samstarfinu formlega 13. október. Ákvörðunin virtist engu að síður koma formönnum samstarfsflokkanna á óvart. Boðað var til kosninga 30. nóvember.Vísir/Vilhelm Menn greindi á um hvort ákvörðun Bjarna að slíta samstarfinu á haustmánuðum væri skynsamleg en skoðanakannanir spáðu fyrir um afhroð ríkisstjórnarflokkanna og stórsigur Samfylkingarinnar undir stjórn Kristrúnar Frostadóttur.Vísir/Anton Brink Kosningabaráttan var sannkölluð gósentíð fyrir fjölmiðla, sem áttu allt í einu greiðan aðgang að stjórnmálamönnum. Öllum símtölum var svarað og allir tilkippilegir í sjónvarp og útvarp, hvort sem um var að ræða alvarleg viðtöl eða kjánagang.Vísir/Vilhelm Oft var slegið á létta strengi og kjósendur fengu að kynnast öðrum hliðum frambjóðenda, meðal annars í Kappleikum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm Að sjálfsögðu efndi fréttastofa einnig til kappræðna undir styrkri stjórn Heimis Más Péturssonar, auk þess sem Elísabet Inga Sigurðardóttir tók formenn stjórnmálaflokkana í hnífbeitt atvinnuviðtöl. Menn höfðu augljóslega skiptar skoðanir á ýmsum málum, eins og þessi mynd ber með sér.Vísir/Vilhelm Úrslit urðu þannig að Samfylkingin vann stórsigur og bætti við sig níu þingmönnum, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur, Framsóknarflokkurinn átta og Vinstri græn duttu út af þingi.Vísir/Anton Brink Flokkur fólksins, undir stjórn eldhugans Ingu Sæland, bætti við sig fjórum þingmönnum.Vísir/Vilhelm Viðreisn kom einnig mjög vel út úr kosningunum og bætti við sig sex þingmönnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fékk stjórnarmyndunarumboðið og hóf strax viðræður við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Viðræðurnar virðast hafa gengið vel en standa enn yfir.Vísir/Vilhelm Eldgos Ekkert lát var á eldgosum á Reykjanesskaga, sem voru á sama tíma stórkostlegt sjónarspil og ömurlegur harmleikur.Vísir/Vilhelm Um morguninn 14. janúar opnaðist ný sprunga nálægt Grindavík og fyrsta gosið af sex hófst.Vísir/Björn Steinbekk Hraun rann inn í Grindavík og yfir nokkur hús. Íbúar bæjarins og landsmenn allir fylgdust með húsunum, og framtíðaráætlunum, í ljósum logum. „Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta,“ sagði Grindvíkingurinn Haukur Einarsson. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“Vísir/Rax Hraun rann yfir Grindavíkurveg í stuttu gosi 8. febrúar.Vísir/Rax Þriðja gosið hófst 16. mars og stóð yfir fram í maí. Varnargarðar beindu hraunrennslinu frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Nokkrar skemmdir urðu á innviðum framan af ári en allt kapp lagt á að verja þá með fergjun og varnargörðum.Vísir/Vilhelm Eldgosin vöktu jafnan mikla athygli erlendis, þótt menn væru orðnir langþreyttir á þeim hér heima.Vísir/Vilhelm Nokkrum sinnum þurfti að rýma Bláa lónið og tengda ferðaþjónustu en það var ekki fyrr en í sjötta gosi ársins sem hraunrennslið gerði alvöru úr því að ógna starfseminni.Vísir/Vilhelm Vilhelm Gunnarsson náði ótrúlegum myndum af því þegar hraunelgurinn sótti fram í lok nóvember og gleypti allt sem fyrir varð.Vísir/Vilhelm Allt sem fyrir varð fór undir.Vísir/Vilhelm Hraunið endaði á því að gleypa í sig bílastæði við Bláa lónið og nokkra skúra. Varnargarðar björguðu miklu og mildi að ekki fór verr.Vísir/Vilhelm Héðan og þaðan Mikill eldur braust út í iðnaðar- og verslunarhúsnæði við mót Grensásvegar og Fellsmúla í febrúar. Skemmdir á húsnæðinu urðu meðal annars til þess að flytja þurfti verslanirnar Curvy og Stout annað.Vísir/Vilhelm Þegar það dróst að íslensk stjórnvöld gripu til ráðstafana til að ná fjölskyldum Palestínumanna á Íslandi út af Gasa gengu sjálfboðaliðar í málið og greiddu fyrir komu fólksins hingað til lands.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum og hoppaði hæð sína af kæti.Vísir/Arnar Fleiri Palestínumenn komu hingað til lands frá Gasa í mars.Vísir/Vilhelm Efnt var til diskóteks á hjúkrunarheimilinu Mörk.Vísir/Einar Kjaradeilur settu mark sitt á árið 2024 líkt og árið á undan og var ekki úr vegi að minna menn á að „Anda inn, anda út“. Á myndinni sjást Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari eiga orðaskipti.Vísir/Vilhelm Söngvakeppnin Eurovision fór fram í maí að vanda en var umdeildari en oft áður vegna þátttöku Ísrael. Deilur sköpuðust um keppnina, bæði undankeppnina hér heima og úrslitakeppnina í Svíþjóð. Tónlistarkonan Hera Björk fór út sem fulltrúi Íslands með lagið Scared of Heights en fékk aðeins þrjú stig í undankeppninni úti og endaði í neðsta sæti. Sviss sigraði keppnina og mikil mótmæli gegn Ísrael vegna stríðsins á Gasa virtust ekki hafa teljandi áhrif á stigagjöfina, þar sem Ísrael endaði í fimmta sæti.Vísir/Hulda Margrét Húsnæði Íslandsbanka við Kirkjusand var rifið í sumar en hafði þá staðið autt í sjö ár vegna rakaskemmda og myglu.Vísir/Vilhelm Að vanda tóku menn á stóra sínum í Reykjavíkurmaraþoninu.Vísir/Viktor Freyr Hörmulegt slys varð á Breiðamerkurjökli í ágúst, þegar karlmaður frá Bandaríkjunum varð undir ís og lést. Ólétt kona slasaðist mikið. Harmleikurinn vakti mikla umræðu um íshellaferðir á sumrin.Vísir/Vilhelm Ný Ölfusárbrú var mikið í umræðunni en aðeins eitt boð barst í verkið og undirritun samninga dróst fram eftir ári vegna spurninga um fjármögnun framkvæmdarinnar. Þá stigu menn fram með hugmyndir á lokametrunum um að fara allt aðra leið, hætta við eða gjörbreyta brúnni.Vísir/Vilhelm Hvítabjörn var felldur í september, eftir að hafa komið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Umræða um það hvort þetta væri virkilega eina úrræðið, að fella dýrið, fór þá aftur af stað en engin niðurstaða fékkst frekar en áður.Vísir/Vilhelm Í október var efnt til ljósagöngu til minningar um Ibrahim Shah, sem lést í hörmulegu slysi þegar ekið var á hann við Ásvelli í Hafnarfirði þar sem hann var á leið heim af fótboltaæfingu.Vísir/Sigurjón Sporðaköst við Viðey.Vísir/Vilhelm Offita barna, efnaskiptaaðgerðir og gríðarlegar vinsældir þyngdarstjórnunarlyfja voru mikið í umræðunni á árinu.Vísir/Einar Bjarni Benediktsson fór með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta á Þingvelli í október en með í för voru einnig forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna. Vísir/Vilhelm Ljósmyndun Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Forsetakosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Fréttir ársins 2024 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hvort sem um er að ræða hús að fara undir heitglóandi hraun eða sigurvímu frambjóðandans, þá sannast hið fornkveðna: Mynd getur sagt meira en þúsund orð. Á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar stendur Vilhelm Gunnarsson vaktina, vakinn og stundum meira ósofinn en sofinn. Að auki ná tökumennirnir okkar oft fallegum og skemmtilegum myndum á vettvangi, sem prýða og auðga bæði fréttaskrif blaðamanna og upplifun lesenda. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta á árinu. Stærstu tíðindin í pólitíkinni árið 2024 voru án efa ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur í apríl um að bjóða sig fram til forseta og hætta sem forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Stjórnarsamstarfið var endurnýjað í kjölfar brotthvarfs Katrínar og ný ríkisstjórn mynduð undir forystu Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Forsetakosningar Til að byrja með virtist Katrín nokkuð öruggur kandídat til að veðja á en þegar á leið sóttu Halla Hrund Logadóttir og Baldur Þórhallsson hart að henni í skoðanakönnunum. Jón Gnarr blandaði sér einnig í toppbaráttuna.Vísir/Vilhelm Frambjóðendur voru í fullri vinnu við að koma fram í hinum ýmsu þáttum og mættu meðal annars í Pallborð og kappræður hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þar gátu umræður orðið ansi líflegar, ekki síst þegar mættust ólíkir karakterar á borð við hinn þaulreynda Ástþór Magnússon og ísdrottninguna Ásdísi Rán.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr mætir ásamt Jógu sinni og fjölskyldu á kjörstað.Vísir/Anton Brink Á endanum fór það svo að Halla Tómasdóttir var kjörinn forseti Íslands. Halla hafði í upphafi verið að mælast með í kringum 4 prósent í skoðanakönnunum en endurtók leikinn frá því í kosningunum 2016 og bætti gríðarlega við sig eftir því sem á leið. Á endanum hlaut hún 34 prósent atkvæða, Katrín 25 prósent og Halla Hrund 16 prósent.Vísir/Vilhelm Mótmæli Það væri ofsögum sagt að segja að árið hefði einkennst af mótmælum en þau brutust nokkrum sinnum og þá voru ljósmyndarar Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar jafnan á vettvangi. Þessi mynd var tekinn þegar tjaldbúðum var slegið upp við þinghúsið af Palestínumönnum, sem kröfðust þess að stjórnvöld kæmu að því að bjarga fjölskyldum þeirra frá Gasa.Vísir/Vilhelm Útlendingamálin og átökin á Gasa voru mikil hitamál og meðal annars efnt til mótmæla þegar ríkisstjórnarfundir fóru fram. Mótmælendur kölluðu eftir mildi gagnvart hælisleitendum og aðgerðum gegn Ísrael.Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í eldlínunni þegar kom að breytingum á útlendingalögum.Vísir/Arnar Mótmælendum var að minnsta kosti tvívegis vísað af þingpöllum og Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína eins og flestir þekkja hana, fjarlægð með valdi þegar hún gerði hróp að Bjarna Benediktssyni á fyrsta þingfundi hans sem forsætisráðherra í apríl.Vísir/Vilhelm Í júní fóru strandveiðimenn blysgöngu frá Hörpu að Alþingishúsinu og kröfðust þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst.Vísir/Einar Mikið var rætt um leikskólamál í borginni eins og svo oft áður, biðlista og myglu. Mestur var hitinn þó í kringum verkföll kennara og hart sótt að borginni um að semja svo börnin kæmust aftur í skólann og foreldrar í vinnuna.Vísir/Anton Brink Kennarar mótmæltu líka en mikil reiði braust út þeirra á meðal þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri brigslaði þeim um að vilja „vera minna með börnunum“ en vera samt „veikari en nokkru sinni fyrr“. Reiðin braust meðal annars út í fjölda skoðanagreina á Vísi og í mótmælum við ráðhúsið, þar sem Dagur B. Eggertsson sat fyrir svörum í fjarveru Einars.Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar Það var öllum ljóst að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna var komið að leiðarlokum þegar Bjarni Benediktsson sleit samstarfinu formlega 13. október. Ákvörðunin virtist engu að síður koma formönnum samstarfsflokkanna á óvart. Boðað var til kosninga 30. nóvember.Vísir/Vilhelm Menn greindi á um hvort ákvörðun Bjarna að slíta samstarfinu á haustmánuðum væri skynsamleg en skoðanakannanir spáðu fyrir um afhroð ríkisstjórnarflokkanna og stórsigur Samfylkingarinnar undir stjórn Kristrúnar Frostadóttur.Vísir/Anton Brink Kosningabaráttan var sannkölluð gósentíð fyrir fjölmiðla, sem áttu allt í einu greiðan aðgang að stjórnmálamönnum. Öllum símtölum var svarað og allir tilkippilegir í sjónvarp og útvarp, hvort sem um var að ræða alvarleg viðtöl eða kjánagang.Vísir/Vilhelm Oft var slegið á létta strengi og kjósendur fengu að kynnast öðrum hliðum frambjóðenda, meðal annars í Kappleikum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm Að sjálfsögðu efndi fréttastofa einnig til kappræðna undir styrkri stjórn Heimis Más Péturssonar, auk þess sem Elísabet Inga Sigurðardóttir tók formenn stjórnmálaflokkana í hnífbeitt atvinnuviðtöl. Menn höfðu augljóslega skiptar skoðanir á ýmsum málum, eins og þessi mynd ber með sér.Vísir/Vilhelm Úrslit urðu þannig að Samfylkingin vann stórsigur og bætti við sig níu þingmönnum, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur, Framsóknarflokkurinn átta og Vinstri græn duttu út af þingi.Vísir/Anton Brink Flokkur fólksins, undir stjórn eldhugans Ingu Sæland, bætti við sig fjórum þingmönnum.Vísir/Vilhelm Viðreisn kom einnig mjög vel út úr kosningunum og bætti við sig sex þingmönnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fékk stjórnarmyndunarumboðið og hóf strax viðræður við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Viðræðurnar virðast hafa gengið vel en standa enn yfir.Vísir/Vilhelm Eldgos Ekkert lát var á eldgosum á Reykjanesskaga, sem voru á sama tíma stórkostlegt sjónarspil og ömurlegur harmleikur.Vísir/Vilhelm Um morguninn 14. janúar opnaðist ný sprunga nálægt Grindavík og fyrsta gosið af sex hófst.Vísir/Björn Steinbekk Hraun rann inn í Grindavík og yfir nokkur hús. Íbúar bæjarins og landsmenn allir fylgdust með húsunum, og framtíðaráætlunum, í ljósum logum. „Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta,“ sagði Grindvíkingurinn Haukur Einarsson. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“Vísir/Rax Hraun rann yfir Grindavíkurveg í stuttu gosi 8. febrúar.Vísir/Rax Þriðja gosið hófst 16. mars og stóð yfir fram í maí. Varnargarðar beindu hraunrennslinu frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Nokkrar skemmdir urðu á innviðum framan af ári en allt kapp lagt á að verja þá með fergjun og varnargörðum.Vísir/Vilhelm Eldgosin vöktu jafnan mikla athygli erlendis, þótt menn væru orðnir langþreyttir á þeim hér heima.Vísir/Vilhelm Nokkrum sinnum þurfti að rýma Bláa lónið og tengda ferðaþjónustu en það var ekki fyrr en í sjötta gosi ársins sem hraunrennslið gerði alvöru úr því að ógna starfseminni.Vísir/Vilhelm Vilhelm Gunnarsson náði ótrúlegum myndum af því þegar hraunelgurinn sótti fram í lok nóvember og gleypti allt sem fyrir varð.Vísir/Vilhelm Allt sem fyrir varð fór undir.Vísir/Vilhelm Hraunið endaði á því að gleypa í sig bílastæði við Bláa lónið og nokkra skúra. Varnargarðar björguðu miklu og mildi að ekki fór verr.Vísir/Vilhelm Héðan og þaðan Mikill eldur braust út í iðnaðar- og verslunarhúsnæði við mót Grensásvegar og Fellsmúla í febrúar. Skemmdir á húsnæðinu urðu meðal annars til þess að flytja þurfti verslanirnar Curvy og Stout annað.Vísir/Vilhelm Þegar það dróst að íslensk stjórnvöld gripu til ráðstafana til að ná fjölskyldum Palestínumanna á Íslandi út af Gasa gengu sjálfboðaliðar í málið og greiddu fyrir komu fólksins hingað til lands.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum og hoppaði hæð sína af kæti.Vísir/Arnar Fleiri Palestínumenn komu hingað til lands frá Gasa í mars.Vísir/Vilhelm Efnt var til diskóteks á hjúkrunarheimilinu Mörk.Vísir/Einar Kjaradeilur settu mark sitt á árið 2024 líkt og árið á undan og var ekki úr vegi að minna menn á að „Anda inn, anda út“. Á myndinni sjást Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari eiga orðaskipti.Vísir/Vilhelm Söngvakeppnin Eurovision fór fram í maí að vanda en var umdeildari en oft áður vegna þátttöku Ísrael. Deilur sköpuðust um keppnina, bæði undankeppnina hér heima og úrslitakeppnina í Svíþjóð. Tónlistarkonan Hera Björk fór út sem fulltrúi Íslands með lagið Scared of Heights en fékk aðeins þrjú stig í undankeppninni úti og endaði í neðsta sæti. Sviss sigraði keppnina og mikil mótmæli gegn Ísrael vegna stríðsins á Gasa virtust ekki hafa teljandi áhrif á stigagjöfina, þar sem Ísrael endaði í fimmta sæti.Vísir/Hulda Margrét Húsnæði Íslandsbanka við Kirkjusand var rifið í sumar en hafði þá staðið autt í sjö ár vegna rakaskemmda og myglu.Vísir/Vilhelm Að vanda tóku menn á stóra sínum í Reykjavíkurmaraþoninu.Vísir/Viktor Freyr Hörmulegt slys varð á Breiðamerkurjökli í ágúst, þegar karlmaður frá Bandaríkjunum varð undir ís og lést. Ólétt kona slasaðist mikið. Harmleikurinn vakti mikla umræðu um íshellaferðir á sumrin.Vísir/Vilhelm Ný Ölfusárbrú var mikið í umræðunni en aðeins eitt boð barst í verkið og undirritun samninga dróst fram eftir ári vegna spurninga um fjármögnun framkvæmdarinnar. Þá stigu menn fram með hugmyndir á lokametrunum um að fara allt aðra leið, hætta við eða gjörbreyta brúnni.Vísir/Vilhelm Hvítabjörn var felldur í september, eftir að hafa komið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Umræða um það hvort þetta væri virkilega eina úrræðið, að fella dýrið, fór þá aftur af stað en engin niðurstaða fékkst frekar en áður.Vísir/Vilhelm Í október var efnt til ljósagöngu til minningar um Ibrahim Shah, sem lést í hörmulegu slysi þegar ekið var á hann við Ásvelli í Hafnarfirði þar sem hann var á leið heim af fótboltaæfingu.Vísir/Sigurjón Sporðaköst við Viðey.Vísir/Vilhelm Offita barna, efnaskiptaaðgerðir og gríðarlegar vinsældir þyngdarstjórnunarlyfja voru mikið í umræðunni á árinu.Vísir/Einar Bjarni Benediktsson fór með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta á Þingvelli í október en með í för voru einnig forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna. Vísir/Vilhelm
Ljósmyndun Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Forsetakosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Fréttir ársins 2024 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira