Fjölmiðlar

Fréttamynd

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Lífið
Fréttamynd

Þórður Snær af­boðaði komu sína

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína.

Innlent
Fréttamynd

„Berum ekki á­byrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“

„Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“

Innlent
Fréttamynd

Femín­istar ævareiðir út í Þórð Snæ

Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Stuldur um há­bjartan dag

Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum.

Skoðun
Fréttamynd

„Á­sakanir Jóns Gunnars­sonar eru rangar“

Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. 

Innlent
Fréttamynd

Tálbeitan var með einka­bíl­stjóra og gisti á Edition

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir tálbeitu á vegum Heimildarinnar hafa verið ekið um á drossíu af einkabílstjóra og gist á Edition hótelinu á meðan hún njósnaði um son hans. Samkvæmt heimildum Vísis var tálbeitan ekki á vegum Heimildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir hafa verið njósnað um son hans

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir blaðamenn á Heimildinni hafa sett á svið blekkingarleik til þess að safna upplýsingum um hvalveiðar í gegnum son hans.

Innlent
Fréttamynd

Lætur reyna á minningargreinamálið

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli sem varðar sæmdarrétt höfunda og útgefenda minningargreina. Sólartúni ehf, útgáfufélagi Mannlífs hefur verið gert að greiða alls 350 þúsund krónur vegna brots á sæmdarrétti, með því að birta brot úr minningargrein í Morgunblaðinu án þess að geta höfundar.

Innlent
Fréttamynd

Reynir tapar minningar­greina­máli aftur

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar aug­lýsingar

Héraðsdómur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af öllum kröfum Sýnar í máli sem sneri að hálfrar milljónar króna sekt, sem nefndin lagði á Sýn vegna dulinna auglýsinga í raunveruleikaþáttunum LXS, sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Sýn krafðist þess að sektin yrði endurgreidd og vísaði meðal annars til þess að félagið hefði ekkert fengið greitt fyrir auglýsingar í þættinum.

Neytendur
Fréttamynd

Morgun­blaðið, ís­lenska hægrið og Ísrael

Síðan árás Hamas á Ísrael átti sér stað þann 7. október í fyrra hafa ýmsir stungið niður penna í viðleitni til að réttlæta það morðæði sem Ísraelsríki hefur staðið fyrir á Gaza, þar sem tugþúsundir alsaklausra borgara hafa verið myrtar eða limlestar og því sem næst allir íbúarnir sveltir, sviptir lífsviðurværinu og reknir á vergang.

Skoðun
Fréttamynd

„Ban­eitraður veru­leiki að vera í þessari vinnu“

Arnar Björnsson fréttamaður vann sína síðustu vakt á fréttastofu RÚV í gær. Og var kvaddur með virktum. Hann á að baki 45 ára gifturíkan feril, sem hlýtur að teljast dágott og má hann teljast goðsögn. En Arnar segir nú komið gott.

Lífið
Fréttamynd

Breytt skipu­rit og nýir stjórn­endur hjá Sýn

Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dana­konungur sagður hafa daðrað við Þór­dísi

Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar 

Lífið
Fréttamynd

Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein um hakkara á Íslandi sem og erlendis:Þar fer ég yfir fyrirtæki á Íslandi eins og Vodafone, Háskólann í Reykjavík, tæknifyrirtæki hér á landi og önnur fyrirtæki sem hafa orðið fyrir hökkun hér á Íslandi. Einnig tala ég um svikapósta í nafni fyrirtækja sem eru orðnir frekar algengir.

Skoðun
Fréttamynd

Ólafur Ragnar segir nýja stjórnar­skrá ó­nýtt plagg

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hnykkti á því sem hann hefur áður sagt og gaf tillögum Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá falleinkunn. Í raun skrúfaði hann tillögurnar í sundur og sagði þær ekki nothæfar.

Innlent
Fréttamynd

„Við biðjum öll fyrir fram­tíð þessa unga efnismanns“

„Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“

Innlent
Fréttamynd

Snorri sakar Hall­grím um ofureinfaldanir

Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga.

Innlent