Innlent

Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jólasaga fær fallegan endi eins og þeim er vant.
Jólasaga fær fallegan endi eins og þeim er vant. Vísir/Samsett

Týnda hálsmen Tolla er komið í leitirnar. Sá sem keypt hafði hálsmenið alls ómeðvitaður um að það væri þýfi hafði samband við Tolla skömmu eftir að greint var frá því og fær Tolli því menið aftur í snemmbúna jólagjöf.

„Þetta er sannkölluð jólasaga. Leitin að meninu góða endar fallega,“ segir Tolli.

Hann segir yndislega manneskju hafa haft samband við hann og að falleg lending verði í málinu. 

„Ég fékk skilaboð á netinu. Einhver manneskja sem er alveg grandvaralaus kaupir þetta í góðri trú en svo kemur þetta upp,“ segir hann.

Tolli birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði frá því að dýrmætt hálsmen sem tolið hafði verið af honum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan hefði dúkkað upp á antíksölu í Kópavogi. Menið sem um ræðir var gert af Ásdísi Sveinsdóttur

Eftir öll þessi ár segir Tolli að menið hafi birst skyndilega á sölusíðu Antíksölunnar í Kópavogi. Hann hafði samband við eigendur sölunnar en þau voru grunlaus að um illfenginn grip væri að ræða. Menið hefði verið selt fyrir ekki svo löngu en þau vissu ekki hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×