Sport

Vildi ekki rota og meiða Tyson

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mike Tyson átti á brattann að sækja gegn Jake Paul.
Mike Tyson átti á brattann að sækja gegn Jake Paul. getty/Tayfun Coskun

Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum.

Mikil spenna var fyrir bardaganum sem var sá fyrsti hjá Tyson síðan 2005. En gamli maðurinn átti ekki mikla möguleika gegn hinum 27 ára Paul.

Klippa: Jake Paul vildi ekki meiða Tyson

Þeir sjötutíu þúsund áhorfendur sem voru viðstaddir bardagann á AT&T leikvanginum í Texas og milljónir sem fylgdust, eða reyndu að fylgjast, með bardaganum heima í stofu fengu þó ekki að sjá rothögg. Eftir bardagann sagði Paul að hann hefði ekki haft það í sér að rota Tyson og viðurkenndi að hafa slakað aðeins á klónni þegar hann sá að Tyson var að þreytast.

„Já, klárlega. Ég vildi bjóða aðdáendum upp á skemmtun. En ég vildi ekki meiða einhvern sem þurfti ekki að meiða,“ sagði Paul.

Samfélagsmiðlastjarnan hefur unnið ellefu af tólf bardögum sínum á ferlinum, þar af sjö með rothöggi.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×