„Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 20:19 Benedikt Guðmundsson að fara yfir málin í leik kvöldsins Vísir/Jón Gautur Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Þetta var fyrsti sigur liðsins í tvö ár og Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var ánægður eftir leik. „Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum. EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
„Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum.
EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira