Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 14:02 Pep Guardiola smellir kossi á Englandsmeistarabikarinn sem hann þekkir svo vel, en Manchester City hefur unnið titilinn fjögur ár í röð. Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ánægður með það að réttarhöld yfir félaginu geti hafist á mánudaginn, vegna 115 meintra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira
Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira