Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 21:31 Harry Kane vill halda áfram að raða inn mörkum sama hvað fólki finnst um hann. EPA-EFE/ANDY RAIN Harry Kane, fyrirliði enska karlalandsliðsins í knattspyrnu og markahæsti leikmaður í sögu þess, vill ólmur sýna fólki hvað í sér býr. Sérstaklega ef hann getur sýnt og sannað að það hafi rangt fyrir sér. Kane ræddi við fjölmiðla eftir að skora bæði mörk Englands í 2-0 sigri á Finnlandi í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hann var að leika 100. A-landsleikinn sinn og hefur nú skorað 68 mörk fyrir þjóð sína. „Þetta var stórt kvöld fyrir mig og ég er virkilega stoltur. Vildi skora mörk og hjálpa liðinu. Í hvert skipti sem einhver efast um mann verður maður hungraðri í að sýna þeim að þau hafi rangt fyrir sér. Ég hef alltaf trú á að ég geti skorað mörk og er spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði fyrirliðinn að leik loknum. Staðan á Wembley var markalaus í hálfleik en í þeim síðari skoraði Kane með tveimur góðum skotum. „Við litum allan leikinn út eins og lið sem gæti brotið ísinn. Við ræddum það að vera miskunnarlausir en í leikjum sem þessum verður maður að halda áfram að berja á hurðina því á endanum er maður verðlaunaður.“ Lee Carsley var að stýra liðinu í sínum öðrum leik en hann tók tímabundið við stjórn A-landsliðsins eftir að Gareth Southgate steig til hliðar. „Þjálfarinn hefur komið inn með mikla orku, talar mikið um frjálsræði sóknarlega og hvernig við getum meitt andstæðinginn. Auðvitað er hægt að bæta sig en þetta er frábær byrjun,“ sagði Kane að lokum. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Kane ræddi við fjölmiðla eftir að skora bæði mörk Englands í 2-0 sigri á Finnlandi í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hann var að leika 100. A-landsleikinn sinn og hefur nú skorað 68 mörk fyrir þjóð sína. „Þetta var stórt kvöld fyrir mig og ég er virkilega stoltur. Vildi skora mörk og hjálpa liðinu. Í hvert skipti sem einhver efast um mann verður maður hungraðri í að sýna þeim að þau hafi rangt fyrir sér. Ég hef alltaf trú á að ég geti skorað mörk og er spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði fyrirliðinn að leik loknum. Staðan á Wembley var markalaus í hálfleik en í þeim síðari skoraði Kane með tveimur góðum skotum. „Við litum allan leikinn út eins og lið sem gæti brotið ísinn. Við ræddum það að vera miskunnarlausir en í leikjum sem þessum verður maður að halda áfram að berja á hurðina því á endanum er maður verðlaunaður.“ Lee Carsley var að stýra liðinu í sínum öðrum leik en hann tók tímabundið við stjórn A-landsliðsins eftir að Gareth Southgate steig til hliðar. „Þjálfarinn hefur komið inn með mikla orku, talar mikið um frjálsræði sóknarlega og hvernig við getum meitt andstæðinginn. Auðvitað er hægt að bæta sig en þetta er frábær byrjun,“ sagði Kane að lokum.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira