„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 21:14 Åge Hareide í leik kvöldsins. Ahmad Mora/Getty Images „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Ísland lenti undir eftir aðeins 78 sekúndur en Åge hrósaði leikmönnum fyrir að koma til baka og sýna karakter í fyrri hálfleik. „Leikmenn börðust í fyrri hálfleik, börðust fyrir því að koma til baka. Jöfnum svo eftir með góðri hornspyrnu og góðri afgreiðslu.“ „Í hálfleik töluðum við um að reyna spila boltanum betur og ákváðum að gera þrjár skiptingar. Orri Steinn (Óskarsson) kom inn og um tíma í síðari hálfleik vorum við með þá á afturfótunum. Hefðum getað gert meira en kjánaleg mistök kostuðu okkur í dag,“ sagði Åge um síðari hálfleikinn. „Náðum ekki upp þessum ryðma og þeim stöðum sem við vildum. Var einn af þessum dögum þar sem hlutirnir gengu einfaldlega ekki upp,“ bætti hann við en aftur hrósaði Åge liði sínu. „Eftir að við lentum 2-1 undir þá eltum við jöfnunarmarkið, áttum fínan kafla um miðbik síðari hálfleiks en svo dró af okkur. Það var þreyta eftir leikinn á föstudag og það hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum í þessum gluggum, þurfum að vinna í því.“ „Við reyndum að jafna en vorum ekki nægilega góðir í að spila á milli línanna. Orri Steinn og Andri Lucas Guðjohnsen eru góðir í því svæði en fannst við þreyttir í lokin. Vona að menn verði beittari þegar við hittumst í október.“ „Við eigum eftir að fá Wales og Tyrkland til Reykjavíkur, þurfum að gera þeim erfitt fyrir þar,“ sagði landsliðsþjálfarinn að endingu áður en hann sagðist hafa viljað fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar. Klippa: Svekktur landsliðsþjálfari Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Ísland lenti undir eftir aðeins 78 sekúndur en Åge hrósaði leikmönnum fyrir að koma til baka og sýna karakter í fyrri hálfleik. „Leikmenn börðust í fyrri hálfleik, börðust fyrir því að koma til baka. Jöfnum svo eftir með góðri hornspyrnu og góðri afgreiðslu.“ „Í hálfleik töluðum við um að reyna spila boltanum betur og ákváðum að gera þrjár skiptingar. Orri Steinn (Óskarsson) kom inn og um tíma í síðari hálfleik vorum við með þá á afturfótunum. Hefðum getað gert meira en kjánaleg mistök kostuðu okkur í dag,“ sagði Åge um síðari hálfleikinn. „Náðum ekki upp þessum ryðma og þeim stöðum sem við vildum. Var einn af þessum dögum þar sem hlutirnir gengu einfaldlega ekki upp,“ bætti hann við en aftur hrósaði Åge liði sínu. „Eftir að við lentum 2-1 undir þá eltum við jöfnunarmarkið, áttum fínan kafla um miðbik síðari hálfleiks en svo dró af okkur. Það var þreyta eftir leikinn á föstudag og það hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum í þessum gluggum, þurfum að vinna í því.“ „Við reyndum að jafna en vorum ekki nægilega góðir í að spila á milli línanna. Orri Steinn og Andri Lucas Guðjohnsen eru góðir í því svæði en fannst við þreyttir í lokin. Vona að menn verði beittari þegar við hittumst í október.“ „Við eigum eftir að fá Wales og Tyrkland til Reykjavíkur, þurfum að gera þeim erfitt fyrir þar,“ sagði landsliðsþjálfarinn að endingu áður en hann sagðist hafa viljað fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar. Klippa: Svekktur landsliðsþjálfari
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira