Atli Barkarson á leið til Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 11:01 Atli Barkarson í einum af fjórum A-landsleikjum sínum. Jonathan Moscrop/Getty Images Atli Barkarson, leikmaður Sönderjyske í Danmörku, er á leið í belgíska boltann. Þar mun hann ganga í raðir B-deildarliðsins Zulte-Waregem. Hinn 23 ára gamli Atli hefur komið víða við á sínum ferli til þessa en hann fór ungur að árum til Norwich City þegar Kanarífuglarnir flugu hingað til lands og sóttu jafnframt Ísak Snæ Þorvaldsson. Þaðan lá leið Atla til Fredrikstad í Noregi og svo aftur heim þar sem hann spilaði frábærlega með Víkingum sem urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar meðan Atla naut við. Hann gekk í raðir Sönderjyske í janúar 2022 og hefur nú spilað 61 leik fyrir félagið, gefið átta stoðsendingar og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað alla fjóra deildarleiki liðsins frá upphafi til enda á þessari leiktíð og því koma tíðindin heldur á óvart. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar í endurkomu sinni í deild þeirra bestu og er með aðeins eitt stig að loknum fjórum umferðum. 🟢🔴 Infos #ZulteWaregem : 🇮🇸 Essevee now set to sign Atli Barkarson! Icelandic left-back arrives in Belgium this Sunday & will pass medical tests in the next 24 hours in order to complete his move to Challenger Pro League side.💰 Zulte will pay around €300K to Sönderjyske.… pic.twitter.com/46eVwWuwnp— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 17, 2024 Það er belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri sem greinir frá þessu á X-síðu sinni, áður Twitter. Þar segir að Belgíska félagið borgi um 300 þúsund evrur fyrir leikmanninn eða tæpar 46 milljónir. Ef til vill er það tilboð sem Sönderjyske getur einfaldlega ekki hafnað. Fótbolti Danski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Atli hefur komið víða við á sínum ferli til þessa en hann fór ungur að árum til Norwich City þegar Kanarífuglarnir flugu hingað til lands og sóttu jafnframt Ísak Snæ Þorvaldsson. Þaðan lá leið Atla til Fredrikstad í Noregi og svo aftur heim þar sem hann spilaði frábærlega með Víkingum sem urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar meðan Atla naut við. Hann gekk í raðir Sönderjyske í janúar 2022 og hefur nú spilað 61 leik fyrir félagið, gefið átta stoðsendingar og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað alla fjóra deildarleiki liðsins frá upphafi til enda á þessari leiktíð og því koma tíðindin heldur á óvart. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar í endurkomu sinni í deild þeirra bestu og er með aðeins eitt stig að loknum fjórum umferðum. 🟢🔴 Infos #ZulteWaregem : 🇮🇸 Essevee now set to sign Atli Barkarson! Icelandic left-back arrives in Belgium this Sunday & will pass medical tests in the next 24 hours in order to complete his move to Challenger Pro League side.💰 Zulte will pay around €300K to Sönderjyske.… pic.twitter.com/46eVwWuwnp— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 17, 2024 Það er belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri sem greinir frá þessu á X-síðu sinni, áður Twitter. Þar segir að Belgíska félagið borgi um 300 þúsund evrur fyrir leikmanninn eða tæpar 46 milljónir. Ef til vill er það tilboð sem Sönderjyske getur einfaldlega ekki hafnað.
Fótbolti Danski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira