Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 22:31 Mun klæðast treyju Man United á næstu leiktíð. Stóra spurningin er hvort hann fái séns með aðalliði félagsins. Arsenal/Getty Images Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudaginn kemur með leik Manchester United og Fulham. Mikil spenna er fyrir komandi leiktíð og líkt og alltaf má reikna með að eitthvað ungstirnið stígi fram á sjónvarsviðið og steli sviðsljósinu. Á síðustu leiktíð voru það miðjumennirnir Kobbie Mainoo og Adam Wharton. Þó sá fyrrnefndi sé aðeins 19 ára gamall þá er hann ekki á lista BBC þar sem hann er nú þegar orðinn lykilmaður hjá Manchester United og enska landsliðinu. Sá síðarnefndi er það hins vegar en hann gekk í raðir Crystal Palace í janúar á þessu ári og stóð sig það vel á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni að hann var valinn í landsliðshóp Englands á EM. Í umfjöllun BBC segir að forráðamenn Palace telji Wharton bestu kaup liðsins úr ensku B-deildinni en hann lék áður en Blackburn Rovers. Félagið hefur áður keypt upprennandi stjörnur úr deildinni fyrir neðan – til að mynda Michael Olise sem var seldur til Bayern München í sumar. Þar segir einnig að haldi hann áfram að spila eins og á síðustu leiktíð sé stutt í að eitt af bestu liðum deildarinnar kaupi hann á fúlgur fjár. Hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin er genginn í raðir Man United frá Arsenal þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Um er að ræða markamaskínu sem hefur raðið inn mörkum í öllum aldursflokkum til þessa. Hann er uppalinn í Kaupmannahöfn og svo öflugur var hann þegar hann var barn að hann spilaði reglulega hálfleik í marki og hálfleik sem framherji til að leikir liðsins væru jafnari. Ethan Nwaneri, yngsti leikmaður í sögu Arsenal, er einnig á listanum. Þessi 17 ára gamli miðjumaður kom við sögu á undirbúningstímabilinu og talið er að hann gæti fengið mínútur í liði Mikel Arteta í vetur. Aðrir á listanum eru: Trey Nyoni (Liverpool), Josh Acheampong (Chelsea), Mikey Moore (Tottenham Hotspur), Jesurun Rak-Sakyi (Crystal Palace), Nico O‘Reilly (Manchester City), Michael Golding (Leicester City), Eric da Silva Moreira (Nottingham Forest), Pedro Lima (Wolves) og Harrison Armstrong (Everton). Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudaginn kemur með leik Manchester United og Fulham. Mikil spenna er fyrir komandi leiktíð og líkt og alltaf má reikna með að eitthvað ungstirnið stígi fram á sjónvarsviðið og steli sviðsljósinu. Á síðustu leiktíð voru það miðjumennirnir Kobbie Mainoo og Adam Wharton. Þó sá fyrrnefndi sé aðeins 19 ára gamall þá er hann ekki á lista BBC þar sem hann er nú þegar orðinn lykilmaður hjá Manchester United og enska landsliðinu. Sá síðarnefndi er það hins vegar en hann gekk í raðir Crystal Palace í janúar á þessu ári og stóð sig það vel á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni að hann var valinn í landsliðshóp Englands á EM. Í umfjöllun BBC segir að forráðamenn Palace telji Wharton bestu kaup liðsins úr ensku B-deildinni en hann lék áður en Blackburn Rovers. Félagið hefur áður keypt upprennandi stjörnur úr deildinni fyrir neðan – til að mynda Michael Olise sem var seldur til Bayern München í sumar. Þar segir einnig að haldi hann áfram að spila eins og á síðustu leiktíð sé stutt í að eitt af bestu liðum deildarinnar kaupi hann á fúlgur fjár. Hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin er genginn í raðir Man United frá Arsenal þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Um er að ræða markamaskínu sem hefur raðið inn mörkum í öllum aldursflokkum til þessa. Hann er uppalinn í Kaupmannahöfn og svo öflugur var hann þegar hann var barn að hann spilaði reglulega hálfleik í marki og hálfleik sem framherji til að leikir liðsins væru jafnari. Ethan Nwaneri, yngsti leikmaður í sögu Arsenal, er einnig á listanum. Þessi 17 ára gamli miðjumaður kom við sögu á undirbúningstímabilinu og talið er að hann gæti fengið mínútur í liði Mikel Arteta í vetur. Aðrir á listanum eru: Trey Nyoni (Liverpool), Josh Acheampong (Chelsea), Mikey Moore (Tottenham Hotspur), Jesurun Rak-Sakyi (Crystal Palace), Nico O‘Reilly (Manchester City), Michael Golding (Leicester City), Eric da Silva Moreira (Nottingham Forest), Pedro Lima (Wolves) og Harrison Armstrong (Everton).
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira