Segir Rodri bestan í heimi eftir langar kennslustundir Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 18:31 Rodri og Ilkay Gündogan unnu meðal annars Meistaradeild Evrópu saman sem liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/James Gill Ilkay Gündogan, fyrirliði Þýskalands, jós lofi yfir sinn gamla liðsfélaga hjá Manchester City, Rodri, fyrir stórleikinn við Spán á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira