Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 11:01 Þessi mynd af stuðningsmanni enska landsliðsins er mjög lýsandi fyrir skoðun Englendinga á spilamennsku liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Vísir/Getty Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira
Englendingar unnu einn leik í C-riðli riðlakeppninnar og gerði tvö jafntefli. Það nægði liðinu til þess að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farmiða í sextán liða úrslit mótsins þar sem að framundan er leikur gegn Slóvakíu á sunnudaginn kemur. Spilamennska enska landsliðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í riðlakeppninni hefur verið harðlega gagnrýnd. Gagnrýni sem Sutton segir að sé langt yfir velsæmismörk. „Það er búið að kveða upp dóm varðandi dræma spilamennsku liðsins strax þrátt fyrir að enska landsliðið hafi endað á toppi síns riðils,“ skrifar Sutton í pistli sem birtist á vef BBC. „Frammistaða liðsins hefur ekki náð þeim hæðum sem við gerðum okkur vonir um en það að enda á toppi riðilsins var fyrsta markmiðið fyrir þetta Evrópumót. Því markmiði hefur verið náð.“ Enska landsliðinu hefur ekki tekist að heilla á EMVísir/Getty Óhætt er að segja að það að enda á toppi C-riðils hafi komið Englendingum í vænlegri hluta sextán liða úrslitanna. Liðið mætir Slóvakíu þar og getur ekki mætt liðum á borð við Frakkland, Þýskaland, Spán eða Portúgal nema ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn. „Ef ég væri leikmaður í enska landsliðinu núna myndi ég hugsa með mér að við getum enn bætt okkur, við höfum ekki náð þeim hæðum sem við ætlumst af okkur en það er tækifæri til þess.“ Og vill Sutton að Englendingar horfi til Evrópumótsins árið 2016 sem vekur upp góðar minningar hjá okkur Íslendingum. Það ár stóð Portúgal uppi sem Evrópumeistari þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. „Það er ekki alltaf liðið sem byrjar mótið best sem stendur uppi sem Evrópumeistari...Við vitum öll að enska landsliðið getur gert betur. Leikurinn á sunnudaginn er leikur sem liðið á að vinna.“ England og Slóvakía mætast í 16-liða úrslitum EM á sunnudaginn kemur klukkan fjögur í Gelsenkirchen en Slóvakarnir enduðu í þriðja sæti E-riðils en komst áfram sem eitt þeirra liða í þriðja sæti riðlanna sem var með besta árangurinn í riðlakeppninni en öll lið E-riðils enduðu með fjögur stig.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira