Stór ákvörðun Hayes: Morgan ekki með á Ólympíuleikana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 22:15 Alex Morgan fer ekki til Parísar. Ira L. Black/Getty Images Emma Hayes, nýráðinn þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ekki lengi að láta til sín taka. Hún ákvað að skilja stórstjörnuna og tvöfalda heimsmeistarann Alex Morgan eftir heima þegar Bandaríkin halda til Parísar. Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út. Alex Morgan has been left off Emma Hayes' USWNT Olympics roster.It will be the first major international tournament that she’s missed since 2008 😕 pic.twitter.com/36EyEo3t6j— B/R Football (@brfootball) June 26, 2024 Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár. Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum. „Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur. U.S. national team forward Alex Morgan was left off coach Emma Hayes’ roster for the Paris Olympics. https://t.co/Hw19JzvjqP— The Associated Press (@AP) June 26, 2024 Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars) Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út. Alex Morgan has been left off Emma Hayes' USWNT Olympics roster.It will be the first major international tournament that she’s missed since 2008 😕 pic.twitter.com/36EyEo3t6j— B/R Football (@brfootball) June 26, 2024 Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár. Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum. „Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur. U.S. national team forward Alex Morgan was left off coach Emma Hayes’ roster for the Paris Olympics. https://t.co/Hw19JzvjqP— The Associated Press (@AP) June 26, 2024 Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira