Foden yfirgefur herbúðir enska landsliðsins Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2024 14:46 Phil Foden í leik með enska landsliðinu Vísir/Getty Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke. Fyrir eiga þau hinn fimm ára gamla Ronnie og hina tveggja ára gömlu True. Enska knattspyrnusambandið greindi frá fjarveru Foden í yfirlýsingu fyrr í dag en óvíst er á þessum tímapunkti hvenær hann snýr aftur í enska landsliðið en vonir standa til að það verði fyrir næsta leik Englands á EM í sextán liða úrslitum mótsins. Phil Foden "temporarily" leaves England's Euro 2024 camp in Germany to return to UK for family reasons https://t.co/1krREykqP3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 26, 2024 Úrslit Englands í riðlakeppninni nægðu til að tryggja liðinu sæti í útsláttarkeppninni. Enska landsliðið náði í einn sigur og gerði tvö jafntefli í riðlakeppninni þar sem að liðið var í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Leikur liðsins í sextán liða úrslitunum fer fram á sunnudaginn kemur og verður það ljóst í kvöld hvaða lið bíður Englendinga þar. Tíminn mun svo leiða það í ljóst hvort Foden verði þá aftur mættur til Þýskalands í tæka tíð fyrir leikinn. Foden, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Manchester City stóð þá uppi sem Englandsmeistari. Foden er 24 ára gamall og hefur leikið með Manchester City allan sinn atvinnumannaferil og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Englands hönd og hefur byrjað alla leiki liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Uppfært klukkan 15:25 með upplýsingum frá BBC. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Fyrir eiga þau hinn fimm ára gamla Ronnie og hina tveggja ára gömlu True. Enska knattspyrnusambandið greindi frá fjarveru Foden í yfirlýsingu fyrr í dag en óvíst er á þessum tímapunkti hvenær hann snýr aftur í enska landsliðið en vonir standa til að það verði fyrir næsta leik Englands á EM í sextán liða úrslitum mótsins. Phil Foden "temporarily" leaves England's Euro 2024 camp in Germany to return to UK for family reasons https://t.co/1krREykqP3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 26, 2024 Úrslit Englands í riðlakeppninni nægðu til að tryggja liðinu sæti í útsláttarkeppninni. Enska landsliðið náði í einn sigur og gerði tvö jafntefli í riðlakeppninni þar sem að liðið var í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu. Leikur liðsins í sextán liða úrslitunum fer fram á sunnudaginn kemur og verður það ljóst í kvöld hvaða lið bíður Englendinga þar. Tíminn mun svo leiða það í ljóst hvort Foden verði þá aftur mættur til Þýskalands í tæka tíð fyrir leikinn. Foden, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Manchester City stóð þá uppi sem Englandsmeistari. Foden er 24 ára gamall og hefur leikið með Manchester City allan sinn atvinnumannaferil og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Englands hönd og hefur byrjað alla leiki liðsins á yfirstandandi Evrópumóti. Uppfært klukkan 15:25 með upplýsingum frá BBC.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira