Sjáðu mörkin sem tryggðu Austurríki sigur í dauðariðlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2024 23:15 Marcel Sabitzer skoraði markið sem skaut Austurríkismönnum á topp D-riðils. Alex Livesey/Getty Images Austurríki stóð uppi sem óvæntur sigurvegari í D-riðli eftir frábæran 3-2 sigur gegn Hollendingum í dag. Keppni lauk í C- og D-riðlum Evrópumótsins í dag og í kvöld og er óhætt að segja að mikill munur hafi verið á leikjum riðlanna. Sjö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í D-riðli, en ekki eitt einasta mark leit dagsins ljós í C-riðli. Í lokaumferð D-riðils áttust Austurríki og Holland við annars vegar, og hins vegar Frakkland og Pólland. Austurríki, Frakkland og Holland áttu öll möguleika á því að vinna riðilinn, en Pólverjar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Pólverjum tókst hins vegar ekki að vinna Frakka og eru því úr leik. Liðið náði þó í stig þegar Robert Lewandowski jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir að Kylian Mbappé hafði komið Frökkum yfir, einnig með marki af vítapunktinum. Lewandowski þurfti þó tvær tilraunir til að skora úr sinni spyrnu. Frakkar urðu að sætta sig við 2. sætið í D-riðli eftir 1-1 jafntefli við Pólverja. Bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. 🇫🇷Mbappe var með grímuna og skoraði fyrsta EM-markið sitt og Lewandowski fékk tvær tilraunir til að skora úr sínu víti fyrir Pólverja🇵🇱 pic.twitter.com/xHEoGiqzi0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Jafntefli Frakklands og Póllands þýddi það aðbæði Austurríki og Holland gátu tryggt sér toppsæti riðilsins. Austurríkismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur í leik þar sem liðið komst yfir í þrígang. Donyell Malen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks áður en Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Hollendinga í upphafi síðari hálfleiks. Romano Schmid kom Austurríki yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Memphis Depay jafnaði metin fyrir Hollendinga á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer Austurríkismönnum þó 3-2 sigur og sigur í riðlinum um leið. Alvöru dramatík þegar Austurríkismenn🇦🇹 tryggðu sér óvænt toppsætið í D-riðli með 3-2 sigri á Hollandi🇳🇱 Við sjáum mörkin⚽️📺 pic.twitter.com/BTNz5yG0UK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Í kvöldleikjunum í C-riðli voru hins vegar engin mörk skoruð. England tryggði sér efsta sæti riðilsins með markalausu jafntefli gegn Slóvenum og Danir og Serbar gerðu einnig markalaust jafntefli. Danir elta Englendinga upp úr riðlinum og Slóvenar einnig sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Serbar sitja þó eftir með sárt ennið. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira
Keppni lauk í C- og D-riðlum Evrópumótsins í dag og í kvöld og er óhætt að segja að mikill munur hafi verið á leikjum riðlanna. Sjö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í D-riðli, en ekki eitt einasta mark leit dagsins ljós í C-riðli. Í lokaumferð D-riðils áttust Austurríki og Holland við annars vegar, og hins vegar Frakkland og Pólland. Austurríki, Frakkland og Holland áttu öll möguleika á því að vinna riðilinn, en Pólverjar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Pólverjum tókst hins vegar ekki að vinna Frakka og eru því úr leik. Liðið náði þó í stig þegar Robert Lewandowski jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir að Kylian Mbappé hafði komið Frökkum yfir, einnig með marki af vítapunktinum. Lewandowski þurfti þó tvær tilraunir til að skora úr sinni spyrnu. Frakkar urðu að sætta sig við 2. sætið í D-riðli eftir 1-1 jafntefli við Pólverja. Bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. 🇫🇷Mbappe var með grímuna og skoraði fyrsta EM-markið sitt og Lewandowski fékk tvær tilraunir til að skora úr sínu víti fyrir Pólverja🇵🇱 pic.twitter.com/xHEoGiqzi0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Jafntefli Frakklands og Póllands þýddi það aðbæði Austurríki og Holland gátu tryggt sér toppsæti riðilsins. Austurríkismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur í leik þar sem liðið komst yfir í þrígang. Donyell Malen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks áður en Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Hollendinga í upphafi síðari hálfleiks. Romano Schmid kom Austurríki yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Memphis Depay jafnaði metin fyrir Hollendinga á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer Austurríkismönnum þó 3-2 sigur og sigur í riðlinum um leið. Alvöru dramatík þegar Austurríkismenn🇦🇹 tryggðu sér óvænt toppsætið í D-riðli með 3-2 sigri á Hollandi🇳🇱 Við sjáum mörkin⚽️📺 pic.twitter.com/BTNz5yG0UK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Í kvöldleikjunum í C-riðli voru hins vegar engin mörk skoruð. England tryggði sér efsta sæti riðilsins með markalausu jafntefli gegn Slóvenum og Danir og Serbar gerðu einnig markalaust jafntefli. Danir elta Englendinga upp úr riðlinum og Slóvenar einnig sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Serbar sitja þó eftir með sárt ennið.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira