Grunur um mansal á Gríska húsinu Lovísa Arnardóttir og Árni Sæberg skrifa 13. júní 2024 15:52 Lögregla ræddi við mögulega þolendur og lagði hald á muni og gögn. Vísir/Sigurjón Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins. Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst. Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst.
Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira