Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Davíð Viðars­son heitir nú aftur Quang Le

Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sverrir Einar kærir lög­reglu­þjón fyrir rangar sakagiftir

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og fyrrverandi eigandi skemmtistaðarins B5, hefur lagt fram kæru á hendur lögregluþjóns sem sakaði hann um að tálma störf lögregluþjóna og veist að sér með ofbeldi. Umræddur lögregluþjónn hafði áður kært Sverri en bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari hafa vísað þeirri kæru frá.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnir Wolt sendil til lög­reglu fyrir á­reitni

Lilju Huld Steinþórsdóttur var algjörlega ofboðið á sunnudag þegar dóttur hennar bárust skilaboð frá Wolt sendli eftir að þeim barst matarsending um að hún væri falleg. Hún ætlar að tilkynna manninn til bæði lögreglu og Persónuverndar. Maðurinn hefur verið áminntur af Wolt. 

Innlent
Fréttamynd

Fjögur fé­lög Bergvins gjald­þrota

Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frank Walter Sands er fallinn frá

Frank Walter Sands, at­hafnamaður og stofn­andi veit­ingastaðanna Vega­móta og Reykja­vík Bag­el Comp­any, er lát­inn, aðeins 58 ára gam­all. Frank lést á sjúkra­hús­inu í Avignon 8. októ­ber sl. af völd­um hast­ar­legra of­næmisviðbragða og hjarta­áfalls þar sem hann var stadd­ur í fríi í Suður-Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir að­för Eflingar með ó­líkindum

Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt

Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 

Innlent
Fréttamynd

Allt í banönum á Brút

Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega.

Menning
Fréttamynd

Helga Mogensen látin

Helga Mogensen matarfrömuður og frumkvöðull lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sjötíu ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Segir engar breytingar hafa verið gerðar á upp­skrift SS pylsna

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. 

Neytendur
Fréttamynd

Komo keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubitaverðlaunum. Um er að ræða stærstu götutakeppni í heimi þar sem nítján þjóðir keppist um titillinn: Besti Götubitinn í Evrópu.

Lífið
Fréttamynd

Flytja Fri­day's innan Smára­lindar og fjölga stöðunum

Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s.

Viðskipti innlent