Sverrir Ingi og félagar meistarar eftir ótrúlega lokaumferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 17:10 Sverirr Ingi er Danmerkurmeistari 2024. @fcmidtjylland Lokaumferð umspilsins um Danska meistaratitilinn í fótbolta fór fram í dag. Midtjylland stendur uppi sem Danmerkurmeistari eftir hreint út sagt ruglaða lokaumferð þar sem liðið lenti 2-0 undir og allt stefndi í að Bröndby yrði danskur meistari. Sverrir Ingi og félagar gerðu hvað þeir gátu til að kasta titlinum frá sér. Liðið kom hins vegar til baka í síðustu tveimur leikjum sínum – sem báðir enduðu 3-3 – og náði þar með að tryggja sér danska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020. Sverrir Ingi og félagar byrjuðu leik dagsins gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og bikarmeisturum Silkeborgar hins vegar skelfilega. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 0-2 og Silkeborg með öll völd á vellinum. Á sex mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk og á sama tíma var Bröndby óvænt að tapa gegn AGF. Silkeborg tókst að jafna metin í 3-3 og reyndust það lokatölur í Herning. Þar sem Bröndby tókst ekki að sigra AGF þá stendur Midtjylland uppi sem meistari en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. VI HAR GJORT DET! 🏆#FCMSIF pic.twitter.com/q9x1pYnr1b— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 26, 2024 Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnar Midtjylland á meðan Stefán Teitur lék allan leikinn í liði Silkeborgar. Þá lék Mikael Neville Anderson 85 mínútur í liði AGF. FC Kaupmannahöfn endar í 3. sæti eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland á heimavelli í dag. Með sigri hefðu gestirnir getað stolið 3. sætinu en það veitir þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á komandi leiktíð. Orri Steinn Óskarsson lék allan leikinn sem fremsti maður hjá FCK á meðan Rúnar Alex Rúnarsson sat sem fastast á bekknum. Midtjylland vinnur mótið með 63 stig, Bröndby kemur þar á eftir með 62 stig, FCK með 59 og Nordsjælland með 58 stig. AGF er svo með 44 stig og Silkeborg aðeins 36 í 6. sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Sverrir Ingi og félagar gerðu hvað þeir gátu til að kasta titlinum frá sér. Liðið kom hins vegar til baka í síðustu tveimur leikjum sínum – sem báðir enduðu 3-3 – og náði þar með að tryggja sér danska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020. Sverrir Ingi og félagar byrjuðu leik dagsins gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og bikarmeisturum Silkeborgar hins vegar skelfilega. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 0-2 og Silkeborg með öll völd á vellinum. Á sex mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk og á sama tíma var Bröndby óvænt að tapa gegn AGF. Silkeborg tókst að jafna metin í 3-3 og reyndust það lokatölur í Herning. Þar sem Bröndby tókst ekki að sigra AGF þá stendur Midtjylland uppi sem meistari en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. VI HAR GJORT DET! 🏆#FCMSIF pic.twitter.com/q9x1pYnr1b— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 26, 2024 Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnar Midtjylland á meðan Stefán Teitur lék allan leikinn í liði Silkeborgar. Þá lék Mikael Neville Anderson 85 mínútur í liði AGF. FC Kaupmannahöfn endar í 3. sæti eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland á heimavelli í dag. Með sigri hefðu gestirnir getað stolið 3. sætinu en það veitir þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á komandi leiktíð. Orri Steinn Óskarsson lék allan leikinn sem fremsti maður hjá FCK á meðan Rúnar Alex Rúnarsson sat sem fastast á bekknum. Midtjylland vinnur mótið með 63 stig, Bröndby kemur þar á eftir með 62 stig, FCK með 59 og Nordsjælland með 58 stig. AGF er svo með 44 stig og Silkeborg aðeins 36 í 6. sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira