Lygileg toppbarátta í Danmörku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 23:30 Orri Steinn Óskarsson er stór ástæða þess að FCK getur orðið Danmerkurmeistari þriðja árið í röð. Getty Images/Lars Ronbog Þó úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafi ekki enn staðið undir væntingum og Íslandsmeistaratitillinn unnist nokkuð sannfærandi þá er ekki hægt að segja annað en svipað fyrirkomulag sé að gefa vel í Danmörku. Þar eru fjögur lið enn í bullandi baráttu um titilinn þegar þrjár umferðir eru til loka tímabils. Það urðu heldur betur sviptingar í deildinni um helgina þegar Orri Steinn Óskarsson hjálpaði FC Kaupmannahöfn að vinna 3-1 útisigur á Bröndby. Sá sigur skilaði meisturunum upp á topp töflunnar með 58 stig á meðan gulklætt lið Bröndby fór alla leið niður í 4. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir toppliðunum tveimur. Sverrir Ingi Ingason og félagar unnu einnig sinn leik um helgina og eru jafnir toppliði FCK um þessar mundir á meðan Nordsjælland, sem vann einnig sinn leik um helgina, er líkt og Bröndby með 56 stig. Jonas Hebo Goldmann, sparkspekingur TV 2 Sports í Danmörku, segir toppbaráttuna þar í landi aldrei hafa verið jafn spennandi. „Það er magnað að sjá að þegar það eru þrjár umferðir eftir geta fjögur lið enn unnið titilinn. Það er enn ruglaðra að þrjú liðanna hafa örlögin í eign höndum.“ Goldmann segir að ríkjandi meistarar í FCK séu líklegastir til að hreppa hnossið eins og staðan er í dag en það á þó margt eftir að gerast. Hér að neðan má sjá hvaða leiki liðin eiga eftir. FCK á eftir Midtjylland (heima), AGF (úti) og Nordsjælland (heima). Midtjylland á eftir FCK (úti), Nordsjælland (úti) og Silkeborg (heima). Bröndby á eftir Nordsjælland (heima), Silkeborg (úti) og AGF (heima). Nordsjælland á eftir Bröndby (úti), Midtjylland (heima) og FCK (úti). Það er ljóst að margt getur breyst frá því nú og þegar flautað verður til leiksloka þann 26. maí þegar lokaumferð deildarinnar fer fram. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Það urðu heldur betur sviptingar í deildinni um helgina þegar Orri Steinn Óskarsson hjálpaði FC Kaupmannahöfn að vinna 3-1 útisigur á Bröndby. Sá sigur skilaði meisturunum upp á topp töflunnar með 58 stig á meðan gulklætt lið Bröndby fór alla leið niður í 4. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir toppliðunum tveimur. Sverrir Ingi Ingason og félagar unnu einnig sinn leik um helgina og eru jafnir toppliði FCK um þessar mundir á meðan Nordsjælland, sem vann einnig sinn leik um helgina, er líkt og Bröndby með 56 stig. Jonas Hebo Goldmann, sparkspekingur TV 2 Sports í Danmörku, segir toppbaráttuna þar í landi aldrei hafa verið jafn spennandi. „Það er magnað að sjá að þegar það eru þrjár umferðir eftir geta fjögur lið enn unnið titilinn. Það er enn ruglaðra að þrjú liðanna hafa örlögin í eign höndum.“ Goldmann segir að ríkjandi meistarar í FCK séu líklegastir til að hreppa hnossið eins og staðan er í dag en það á þó margt eftir að gerast. Hér að neðan má sjá hvaða leiki liðin eiga eftir. FCK á eftir Midtjylland (heima), AGF (úti) og Nordsjælland (heima). Midtjylland á eftir FCK (úti), Nordsjælland (úti) og Silkeborg (heima). Bröndby á eftir Nordsjælland (heima), Silkeborg (úti) og AGF (heima). Nordsjælland á eftir Bröndby (úti), Midtjylland (heima) og FCK (úti). Það er ljóst að margt getur breyst frá því nú og þegar flautað verður til leiksloka þann 26. maí þegar lokaumferð deildarinnar fer fram.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira