Fyrirliðinn tjáir sig um brotthvarf arftaka Freys Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2024 23:00 Marcel Rømer og Sævar Atli Magnússon. Lars Ronbog/Getty Images Magne Hoseth tók við af Frey Alexanderssyni hjá danska Íslendingaliðinu Lyngby. Hann entist aðeins 50 daga í starfi eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Nú hefur Marcel Römer, fyrirliði Lyngby, tjáð sig um málið. Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira