Rapyd tekur núna beinan þátt í stríðsrekstrinum á Gaza Björn B. Björnsson skrifar 25. febrúar 2024 14:34 Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Greiðslumiðlun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur lýst yfir stuðningi við hernað Ísraels á Gaza og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. En fyrirtækið hefur nú gengið enn lengra og tekur beinan þátt í stríðsrekstrinum. Í grein í ísraelska fjölmiðlinum Calcalistech, sem fjallar um tækni og nýsköpun, birtist nýlega grein um hvernig mörg tæknifyrirtæki þar í landi vinni með ísraelska hernum í stríðinu á Gaza. Þar segir að Rapyd hafi sett á stofn stríðsstofu (war room) þar sem unnið sé að því að rekja peningasendingar með það að markmiði að stoppa fjármuni sem renna til Hamas og annarra samtaka sem Ísrael skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Forstjóri útibús Rapyd á Íslandi hefur alveg gleymt að nefna þessa stríðsstofu fyrirtækisins í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi. Honum er þó vel kunnugt um þessa starfsemi því hann er í stjórnendateymi móðurfélagsins í Ísrael samkvæmt heimasíðu Rapyd. Eitt er að styðja hernaðinn á Gaza í orði en það er allt annar og alvarlegri hlutur að fyrirtækið taki beinan þátt í stríðinu. Ætla íslensk fyrirtæki og stofnanir virkilega að halda áfram viðskiptum við ísraelskt fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum sem fólkið á Gaza þarf nú að þola? Ég á erfitt með að trúa því. Fjölmargir Íslendingar vilja ekki eiga viðskipti við Rapyd og forðast því fyrirtæki sem skipta við við Rapyd eða borga þar með reiðufé. (Upplýsingar um þessi fyrirtæki er á síðunni hirdir.is og Facebook síðunni Sniðganga fyrir Palestínu). Rapyd hefur brugðist við þessu með því að fjarlægja merki sitt af posum og í einhverjum tilfellum sett í staðinn nafnið Valitor. Það er blekking því Valitor er ekki til eftir að Rapyd keypti það og breytti nafninu í Rapyd Europe. Nafn fyrirtækisins sem framleiðir posana, Verifone, er oftast komið í stað Rapyd en stundum nafn verslunarinnar sem skipt er við. Kvittun fyrir kortagreiðslunni sýnir þó að fólk hefur verið að eiga viðskipti við Rapyd. Rapyd er með þessum aðgerðum að blekkja neytendur með því að fela fyrir þeim við hvern þeir eru að skipta. Forstjóri útibús Rapyd viðurkenndi í útvarpsviðtali í vikunni að sá væri tilgangurinn. Það eru ekki góðir viðskiptahættir og væri eitt og sér næg ástæða til þess að forðast viðskipti við Rapyd. Ríkiskaup samdi nýlega við Rapyd um færsluhirðingu fyrir um 160 ríkisfyrirtæki. Þetta var gert þrátt fyrir ákall margra um að ekki yrði samið við fyrirtæki sem fjöldi Íslendinga vil ekki skipta við. Við þurfum hins vegar ekki að borga með korti á heilsugæslustöðvum, í skólum eða hjá sýslumönnum. Við getum borgað með peningum eða fengið reikning í heimabanka og forðast þannig að skipta við Rapyd. Neytendur á Íslandi hafa síðasta orðið. Það er í okkar höndum hætta að senda Rapyd peningana okkar. Þrýstum á fyrirtæki og stofnanir um að skipta um færsluhirði. Það er einföld aðgerð sem aðeins kostar eitt símtal eða tölvupóst. Sýnum í verki að viljum ekki vera þátttakendur í þjóðarmorðinu sem nú stendur yfir á Gaza. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun