Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 06:00 Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu. Við vitum að ADHD getur haft áhrif á mörgum sviðum lífsins, hvort sem er í námi, samskiptum eða daglegum athöfnum. Um eitt af hverjum tíu börnum tilheyrir þessum hópi, sem þýðir að í venjulegum kennslustofum eru að minnsta kosti 2–3 börn með ADHD sem þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Börn með ADHD búa yfir einstökum hæfileikum – ofurkrafti sem má virkja með réttri umgjörð og stuðningi. Það er samfélagslegt hlutverk okkar að skapa þessum öflugu einstaklingum aðstæður sem gera þeim kleift þeim að blómstra, þannig að orka þeirra og sköpunargáfa fái notið sín. Stuðningur og námskeið fyrir foreldra Að ala upp barn með ADHD getur verið frábrugðið hefðbundnu uppeldi. Foreldrar þurfa oft að mæta nýjum áskorunum og aðlagast breytilegum þörfum barnsins. Þau sem hafa leitað sér fræðslu eru þó mörg sammála því að vilja enn meiri aðstoð og tæki til að styðja börnin sín í námi og félagslífi. Það er því gleðilegt að námskeið fyrir foreldra barna með ADHD hafa orðið algengari á síðustu árum, og reynsla sýnir að þau eru gagnleg. Slík námskeið veita foreldrum innsýn og þekkingu um áskoranir og styrkleika barna með ADHD, jafnt sem þau hafa jákvæð áhrif á nám og félagsfærni barna. Slík námskeið ættu því að vera aðgengileg öllum foreldrum, óháð efnahag. Loksins! Í síðustu viku bárust jákvæðar fréttir af nýju foreldranámskeiði ADHD samtakanna, „Kærleikur í kaos,“ sem heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, opnaði formlega. Námskeiðið er nú öllum aðgengilegt á vef ADHD samtakanna. „Kærleikur í kaos“ er netnámskeið í fimm gagnvirkum hlutum, sem foreldrar geta nýtt á sínum hraða, hvar og hvenær sem hentar. Byggt á danska námskeiðinu KIK – Nu!, sem hefur verið þýtt og aðlagað á íslensku. Umrætt námskeið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir árangur. Rannsóknir sýna að námskeiðið eflir uppeldisfærni foreldra, dregur úr árekstrum og styrkir samband foreldra og barns. Ég hvet áhugasöm til að kynna sér námskeiðið á vefsíðu ADHD samtakanna – Kærleikur í kaos. Ég vil þakka ADHD samtökunum innilega fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna og heilbrigðisráðherra fyrir stuðning sinn við verkefnið. Ég er sannfærð um að þessi fjárfesting muni stuðla að betri lífsgæðum fyrir börn og fjölskyldur með ADHD og auka enn framlag þessa öfluga hóps til samfélagsins okkar. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi í 2. sæti Framsóknar í Reykjavík Norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu. Við vitum að ADHD getur haft áhrif á mörgum sviðum lífsins, hvort sem er í námi, samskiptum eða daglegum athöfnum. Um eitt af hverjum tíu börnum tilheyrir þessum hópi, sem þýðir að í venjulegum kennslustofum eru að minnsta kosti 2–3 börn með ADHD sem þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Börn með ADHD búa yfir einstökum hæfileikum – ofurkrafti sem má virkja með réttri umgjörð og stuðningi. Það er samfélagslegt hlutverk okkar að skapa þessum öflugu einstaklingum aðstæður sem gera þeim kleift þeim að blómstra, þannig að orka þeirra og sköpunargáfa fái notið sín. Stuðningur og námskeið fyrir foreldra Að ala upp barn með ADHD getur verið frábrugðið hefðbundnu uppeldi. Foreldrar þurfa oft að mæta nýjum áskorunum og aðlagast breytilegum þörfum barnsins. Þau sem hafa leitað sér fræðslu eru þó mörg sammála því að vilja enn meiri aðstoð og tæki til að styðja börnin sín í námi og félagslífi. Það er því gleðilegt að námskeið fyrir foreldra barna með ADHD hafa orðið algengari á síðustu árum, og reynsla sýnir að þau eru gagnleg. Slík námskeið veita foreldrum innsýn og þekkingu um áskoranir og styrkleika barna með ADHD, jafnt sem þau hafa jákvæð áhrif á nám og félagsfærni barna. Slík námskeið ættu því að vera aðgengileg öllum foreldrum, óháð efnahag. Loksins! Í síðustu viku bárust jákvæðar fréttir af nýju foreldranámskeiði ADHD samtakanna, „Kærleikur í kaos,“ sem heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, opnaði formlega. Námskeiðið er nú öllum aðgengilegt á vef ADHD samtakanna. „Kærleikur í kaos“ er netnámskeið í fimm gagnvirkum hlutum, sem foreldrar geta nýtt á sínum hraða, hvar og hvenær sem hentar. Byggt á danska námskeiðinu KIK – Nu!, sem hefur verið þýtt og aðlagað á íslensku. Umrætt námskeið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir árangur. Rannsóknir sýna að námskeiðið eflir uppeldisfærni foreldra, dregur úr árekstrum og styrkir samband foreldra og barns. Ég hvet áhugasöm til að kynna sér námskeiðið á vefsíðu ADHD samtakanna – Kærleikur í kaos. Ég vil þakka ADHD samtökunum innilega fyrir öflugt starf í þágu barna og ungmenna og heilbrigðisráðherra fyrir stuðning sinn við verkefnið. Ég er sannfærð um að þessi fjárfesting muni stuðla að betri lífsgæðum fyrir börn og fjölskyldur með ADHD og auka enn framlag þessa öfluga hóps til samfélagsins okkar. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi í 2. sæti Framsóknar í Reykjavík Norður
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun