Ensku liðin ekki eytt jafn litlu síðan á farsóttartímabilinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 07:02 Radu Dragusin var dýrasti leikmaður janúargluggans á Englandi, en hann var keyptur til Tottenham fyrir tæplega 27 milljónir punda. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Lið í stærstu deildum Evrópu voru heldur róleg í tíðinni á síðasta degi félagsskiptagluggans í gær. Raunar hafa lið í ensku úrvalsdeildinni ekki eytt jafn litlu í janúarglugganum síðan árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði yfir. Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira