Forðumst flugeldaslys Ágúst Mogensen skrifar 29. desember 2023 10:30 Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Flugeldar Tryggingar Slysavarnir Áramót Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun. Við getum dregið úr þessari hættu með einföldum umgengnisreglum eins og að nota hlífðargleraugu, hanska og heyrnarhlífar og skjóta flugeldum á þeim tímum sem reglur leyfa. 21 slasast árlega á höfuðborgarsvæðinu Á síðustu 12 árum hafa 21 slasast í flugeldaslysum að meðaltali á ári á höfuðborgarsvæðinu og var helmingur þeirra börn eins og fram kemur í umfjöllun um slys af völdum flugelda í Læknablaðinu frá árinu 2022. Helstu orsakir slysanna eru flestum kunnugleg, rakettur sem fara í fólk, blysum er beint í átt að fólki, blys springa og skottertur leggjast á hliðina. Og jafnvel stjörnuljós valda slysum en á þessu tímabili urðu sem dæmi átta slys vegna stjörnuljósa, öll hjá börnum 9 ára og yngri. Mörg þessara slysa er hægt að koma í veg fyrir með einföldum forvörnum. Hægt er að verjast augnskaða með því að nota hlífðargleraugu og brunasár á höndum með því að nota hanska. Með því að stilla skottertum og rakettum upp á stöðugum skotpalli, beygja sig aldrei yfir flugeldinn þegar kveikt er og halda öruggri fjarlægð. Þá eiga ung börn alls ekki að vera sýsla með flugelda ein og allt fikt við að taka þá í sundur er stórhættulegt. Brandur, Aska og Fluga Dýrin geta orðið mjög hrædd við ljósbjarmann og hávaðann sem flugeldum fylgir. Dæmi er um að hross hafi fælst og hlaupið úr girðingu en hundar og kettir eru líka mjög viðkvæm fyrir hávaða og leifturljósi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að vernda þau og best að dýrin séu inni meðan allt gengur yfir. Draga fyrir glugga og hafa ljós kveikt í herberginu, þá hafa sumir brugðið á það ráð að hafa kveikt á útvarpi á meðan mestu sprengingar eiga sér stað. Ef þetta eru fyrstu áramót hvolps eða kettlings þarf að hafa sérstakar gætur með dýrinu. Logandi hverfissíður á Facebook „Hver var að skjóta upp í nótt? Við erum með ung börn hérna og þurfum að fara vinna í fyrramálið!“ Um og eftir áramót er algengt að sjá þessi skilaboð á hverfisþráðum á Facebook enda bagalegt að haldið sé vöku fyrir fólki. Meginreglan um skotelda er að það má skjóta þeim upp frá 28.desember til 6. janúar milli 10 á morgnana og 22 á kvöldin. Undantekningin er nýársnótt en þá má skjóta lengur. Þegar komin er kyrrð á kvöldin þá er hljóðið frá flugeldum mjög hvellt og raskar ró auðveldlega. Virðum reglurnar og leyfum nágrönnum okkar að hvíla sig. Mengun 10 sinnum yfir heilsuverndarmörkum Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er svifryksmengun í Reykjavík um áramótin um 500 míkrógrömm á rúmmetra þegar við skjótum upp flugeldum en heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta er slæmt fyrir heilsu allra en sérstaklega fyrir þá sem þjást af lungnasjúkdómi en talið er að 10% þjóðarinnar eigi við það vandamál að stríða. Höfum hugfast að við þurfum ekki endilega að kaupa flugelda til þess að styrkja björgunarsveitirnar. Það er hægt að styrkja þær með öðrum hætti, sem reglulegur bakhjarl eða með því að kaupa rótarskot. Sameinumst um að halda slysalaus áramót, notum hlífðargleraugu og stillum skotgleðinni í hóf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun