Slysavarnir

Fréttamynd

Skínandi skær í skamm­deginu

Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína.

Skoðun
Fréttamynd

Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu

Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn.

Innlent
Fréttamynd

Búið að byrgja brunninn

Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Ræstu út mann­skap til að kanna frá­gang fleiri brunna

Starfsmenn frá ÞG verktökum skoða nú frágang brunna við fjölda húsa sem verktakafyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Annað hvort verði tyrft yfir eða skipt um lok og þyngri sett í stað stálloka sem nú eru. Tveggja ára drengur féll ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Holan alls ekki eina slysagildran

Íbúi við lóð þar sem tveggja ára drengur féll ofan í holu í Urriðaholti á föstudag segir margt mjög ábótavant í frágangi hjá byggingarverktakanum sem reisti húsið. Hún furðar sig á að ekki hafi verið gerð úttekt á lóðinni til að koma í veg fyrir slys.

Innlent
Fréttamynd

„Hann hverfur ofan í jörðina“

Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum.

Innlent
Fréttamynd

„Með því al­var­legra sem ég hef séð frá Vinnu­eftir­litinu“

Bróðir manns sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík segir niðurstöður rannsóknar Vinnueftirlitsins á slysinu með því alvarlegra sem hann hafi litið augum. Nú þurfi dómsmálaráðherra að taka undir kröfur fjölskyldunnar um að setja á fót óháða rannsóknarnefnd. Vinnueftirlitið spyr hvort verkefnið hafi verið áhættunnar virði.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar marg­oft kvartað undan hættu­legum gatna­mótum

Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall um að­gerðir!

Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi í upp­hafi skóla­árs

Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð­garðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið

Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað.

Innlent
Fréttamynd

Soda­stream-flaskan sem sprakk í frum­eindir sínar

Steinunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri vill vara fólk við Sodastream-tæki sem keypt var í Elko. Hún hefur staðið í bréfaskriftum við fyrirtækið sem segir engin tæki hættulaus. Mestar líkur séu á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við.

Innlent
Fréttamynd

Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi

Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Óttast um öryggi barna á leiðinni á golf­völlinn

Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Baðaði sig í Reynisfjöru

Barbora Georgsdóttir Fialová, grunnskólakennari, varð vitni að því þegar að maður um þrítugt gerði sér lítið fyrir og tók stuttan sundsprett í Reynisfjöru að kvöldi til þann 22. maí.

Innlent
Fréttamynd

Skjá­hætta í um­ferð

Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til notkunar farsíma við akstur og bendir ekkert til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Er of mikill hiti í hleðslunni hjá þér?

Við leiðum sjaldnast hugann að snúrum, en á hverju heimili má að jafnaði finna tugi metra af rafmagnssnúrum sem liggja flestar í leyni meðfram veggjum og undir húsgögnum. Þó þær þyki ekki mikið prýði er hlutverk þeirra mikilvægt, enda sjá þær til þess að rafmagn berist í þau fjölmörgu rafmagnstæki sem meðal fjölskylda þarf á að halda daglega í leik og starfi.

Skoðun
Fréttamynd

Bruna­varnir á byggingar­svæðum

Afleiðingar eldsvoða á byggingarstað geta verið gífurlegar, eins og nýleg dæmi sanna. Eldsvoði getur valdið manntjóni, miklu eignatjóni og stöðvun framkvæmda um langan tíma. Margar sögulegar byggingar hafa gereyðilagst hérlendis og erlendis svo sem Børsen í Kaupmannahöfn og Notre-Dame í París.

Skoðun