Leikur Bournemouth og Luton líklega spilaður aftur frá byrjun Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2023 15:00 Leikmenn ganga af velli eftir atvikið í dag. Vísir/Getty Leikur Bournemouth og Luton, sem blásinn var af á 65. mínútu í gær, verður að öllum líkindum endurtekinn frá byrjun um leið og færi gefst. Tom Lockyer, leikmaður og fyrirliði Luton Town, hneig niður á vellinum í gær á 65. mínútu og var leikurinn flautaður af af dómara leiksins í kjölfarið 20 mínútum síðar enda ljóst að leikmenn beggja liða voru ekki í andlegu ástandi til að halda leik áfram. Staðan í leiknum var 1-1 þegar hann var blásinn af en samkvæmt reglum ensku deildarinnar má spila hann upp á nýtt frá grunni. Í þeim segir að ef leikur er blásinn af vegna aðstæðna sem hvorugt lið hefur stjórn á skuli leikurinn spilaður aftur á dagsetningu sem liðin koma sér saman um. Ef slíkt samkomulag næst ekki getur deildin úthlutað nýjum leikdegi. Reglurnar bjóða upp á að leikurinn verði spilaður frá 65. mínútu en liðin þurfa að koma sér saman um fyrirkomulagið, annars mun knattspyrnusambandið stíga inn í. Líklegast þykir að bæði lið samþykki að spila leikinn aftur í heild sinni. Forráðamenn Luton gáfu út yfirlýsingu eftir leik þar sem fram kom að Lockyer hefði verið með meðvitund þegar hann var fluttur af vellinum og á sjúkrahús og líðan hans sé stöðug. Ekkert liggur þó fyrir um hvenær eða hvort hann snúi aftur á völlinn, en þetta var í annað sinn á árinu sem Lockyer hnígur niður í leik. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leikur flautaður af eftir að leikmaður Luton hné niður á vellinum Tom Lockyer leikmaður Luton Town í ensku úrvalsdeildinni hneig niður á vellinum í leik liðsins gegn Bournemouth. Leikurinn var stöðvaður um leið og gengu leikmenn til búningsherbergja skömmu síðar. 16. desember 2023 16:55 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
Tom Lockyer, leikmaður og fyrirliði Luton Town, hneig niður á vellinum í gær á 65. mínútu og var leikurinn flautaður af af dómara leiksins í kjölfarið 20 mínútum síðar enda ljóst að leikmenn beggja liða voru ekki í andlegu ástandi til að halda leik áfram. Staðan í leiknum var 1-1 þegar hann var blásinn af en samkvæmt reglum ensku deildarinnar má spila hann upp á nýtt frá grunni. Í þeim segir að ef leikur er blásinn af vegna aðstæðna sem hvorugt lið hefur stjórn á skuli leikurinn spilaður aftur á dagsetningu sem liðin koma sér saman um. Ef slíkt samkomulag næst ekki getur deildin úthlutað nýjum leikdegi. Reglurnar bjóða upp á að leikurinn verði spilaður frá 65. mínútu en liðin þurfa að koma sér saman um fyrirkomulagið, annars mun knattspyrnusambandið stíga inn í. Líklegast þykir að bæði lið samþykki að spila leikinn aftur í heild sinni. Forráðamenn Luton gáfu út yfirlýsingu eftir leik þar sem fram kom að Lockyer hefði verið með meðvitund þegar hann var fluttur af vellinum og á sjúkrahús og líðan hans sé stöðug. Ekkert liggur þó fyrir um hvenær eða hvort hann snúi aftur á völlinn, en þetta var í annað sinn á árinu sem Lockyer hnígur niður í leik.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leikur flautaður af eftir að leikmaður Luton hné niður á vellinum Tom Lockyer leikmaður Luton Town í ensku úrvalsdeildinni hneig niður á vellinum í leik liðsins gegn Bournemouth. Leikurinn var stöðvaður um leið og gengu leikmenn til búningsherbergja skömmu síðar. 16. desember 2023 16:55 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
Leikur flautaður af eftir að leikmaður Luton hné niður á vellinum Tom Lockyer leikmaður Luton Town í ensku úrvalsdeildinni hneig niður á vellinum í leik liðsins gegn Bournemouth. Leikurinn var stöðvaður um leið og gengu leikmenn til búningsherbergja skömmu síðar. 16. desember 2023 16:55