Flautukörfuveisla í NBA í nótt og þristaregn Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2023 09:48 Jimmy Butler getur leyft sér að brosa Vísir/Getty Boðið var upp á miklar dýrðir í NBA í nótt, einn leikur vannst á flautukörfu og annar með 0,9 sekúndur á klukkunni. Þá féllu og bættust met hægri vinstri. Jimmy Butler tryggði sínum mönnum í Miami Heat sigur á Chicago Bulls við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta var önnur sigurflautukarfa Butler fyrir Heat síðan hann kom til liðsins 2019. Í viðtali eftir leik sagði hann að eftir að hafa klikkað á flautukörfu á móti Knicks á dögunum hafi aldrei neitt annað komið til greina en að setja þessa ofan í. GAME WINNER pic.twitter.com/AS4SuJZVvu— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 17, 2023 Í Denver tóku ríkjandi meistarar Nuggets á móti Oklahoma City Thunder og þar var dramatíkin ekki minni. Shai Gilgeous-Alexander sallaði niður 25 stigum og tryggði gestunum svo sigurinn úr erfiðu skoti með 0,9 sekúndur á klukkunni. SHAI CALLED GAME WITH 0.9 REMAINING THUNDER WIN IN DENVER. pic.twitter.com/L4MJxe87fk— NBA (@NBA) December 17, 2023 Í Portland vann Dallas Mavericks góðan sigur á heimamönnum þar sem Luka Doncic fór á kostum. Skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var 8. leikur hans á ferlinum þar sem hann nær í þrefalda tvennu samhliða því að skora 40 stig, og tók hann fram úr Wilt Chamberlain á listanum yfir slíka ofur leiki. Luka Doncic dropped a 40-point triple-double in the Mavs' win in Portland! 40 PTS 12 REB 10 ASTLuka's eighth 40-point triple-double of his career passes Wilt Chamberlain for fourth-most such games in NBA history. pic.twitter.com/bK2nRIyeKs— NBA (@NBA) December 17, 2023 Þá setti Keegan Murray félagsmat hjá Sacramento Kings yfir flesta þrista í einum leik þegar hann setti tólf slíka á móti Utah Jazz, í aðeins þrettán tilraunum. 47 stig frá honum í öruggum sigri, 125-104. Þá er vert að minnast á að lokum met sem féll í nótt, þegar Charlotte Hornest töpuðu gegn Philadelphia 76ers, 135-82, en þetta 53 stiga tap er stærsta tap í sögu félagsins. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Var þetta 10. leikur hans í röð þar sem hann skorar í það minnsta 30 stig og tekur tíu fráköst, en aðeins þrír leikmenn, að honum meðtöldum, hafa náð slíkri hrinu á síðustu 50 árum. Körfubolti NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Jimmy Butler tryggði sínum mönnum í Miami Heat sigur á Chicago Bulls við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta var önnur sigurflautukarfa Butler fyrir Heat síðan hann kom til liðsins 2019. Í viðtali eftir leik sagði hann að eftir að hafa klikkað á flautukörfu á móti Knicks á dögunum hafi aldrei neitt annað komið til greina en að setja þessa ofan í. GAME WINNER pic.twitter.com/AS4SuJZVvu— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 17, 2023 Í Denver tóku ríkjandi meistarar Nuggets á móti Oklahoma City Thunder og þar var dramatíkin ekki minni. Shai Gilgeous-Alexander sallaði niður 25 stigum og tryggði gestunum svo sigurinn úr erfiðu skoti með 0,9 sekúndur á klukkunni. SHAI CALLED GAME WITH 0.9 REMAINING THUNDER WIN IN DENVER. pic.twitter.com/L4MJxe87fk— NBA (@NBA) December 17, 2023 Í Portland vann Dallas Mavericks góðan sigur á heimamönnum þar sem Luka Doncic fór á kostum. Skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var 8. leikur hans á ferlinum þar sem hann nær í þrefalda tvennu samhliða því að skora 40 stig, og tók hann fram úr Wilt Chamberlain á listanum yfir slíka ofur leiki. Luka Doncic dropped a 40-point triple-double in the Mavs' win in Portland! 40 PTS 12 REB 10 ASTLuka's eighth 40-point triple-double of his career passes Wilt Chamberlain for fourth-most such games in NBA history. pic.twitter.com/bK2nRIyeKs— NBA (@NBA) December 17, 2023 Þá setti Keegan Murray félagsmat hjá Sacramento Kings yfir flesta þrista í einum leik þegar hann setti tólf slíka á móti Utah Jazz, í aðeins þrettán tilraunum. 47 stig frá honum í öruggum sigri, 125-104. Þá er vert að minnast á að lokum met sem féll í nótt, þegar Charlotte Hornest töpuðu gegn Philadelphia 76ers, 135-82, en þetta 53 stiga tap er stærsta tap í sögu félagsins. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Var þetta 10. leikur hans í röð þar sem hann skorar í það minnsta 30 stig og tekur tíu fráköst, en aðeins þrír leikmenn, að honum meðtöldum, hafa náð slíkri hrinu á síðustu 50 árum.
Körfubolti NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira