Tindastólsmaðurinn biður stuðningsmenn KB Peja afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 12:00 Jacob Calloway í leik með Val á sínum tíma. Hann er nú mættur á Sauðárkrók frá Kósóvó og hyggst hefja nýjan kafla á sínum ferli. Vísir/Bára Dröfn Jacob Calloway segir að Tindastóll og KB Peja séu nálægt samkomulagi sem opnar dyrnar fyrir hann að spila loksins með Íslandsmeisturunum í Subway deildinni. Það er langt síðan að Tindastóll tilkynnti það að Calloway væri nýr leikmaður liðsins en það hefur gengið illa að fá leikheimild vegna mótmæla frá hans fyrra félagi. Calloway var með samning við lið KB Peja frá Kósóvó en hætti hjá félaginu og sakaði það um samningsbrot. Forráðamenn KB Peja voru mjög ósáttir með þetta og hótuðu því að fara í hart og koma í veg fyrir að hann kæmist til Stólanna. Nýjasta útspil Calloway er að biðja stuðningsmenn KB Peja afsökunar á samfélagsmiðlum. „Kæru stuðningsmenn KB Peja. Ég vil biðjast afsökunar á því hvernig hlutirnir voru þegar ég yfirgaf félagið. Það var mín ákvörðun að hætta hjá félaginu,“ skrifaði Jacob Calloway á Instagram. „Ég brást of hart við nokkrum hlutum sem voru í gangi og með því skildi ég þjálfara KB Peja og leikmenn liðsins eftir í erfiðri stöðu. Ég fékk slæm ráð frá fólki og vildi óska að ég hefði gert þetta öðruvísi,“ skrifaði Calloway. „Ég vil ekkert nema hið besta fyrir félagið, þjálfarana, leikmennina og stuðningsmennina. Við erum nálægt því að ná samkomulagi. Þakkir til allra stuðningsmanna KB Peja fyrir stuðninginn og afsakið það hvernig ég hegðaði mér,“ skrifaði Calloway. Yfirlýsingin frá Jacob Calloway.@jacobcalloway Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Það er langt síðan að Tindastóll tilkynnti það að Calloway væri nýr leikmaður liðsins en það hefur gengið illa að fá leikheimild vegna mótmæla frá hans fyrra félagi. Calloway var með samning við lið KB Peja frá Kósóvó en hætti hjá félaginu og sakaði það um samningsbrot. Forráðamenn KB Peja voru mjög ósáttir með þetta og hótuðu því að fara í hart og koma í veg fyrir að hann kæmist til Stólanna. Nýjasta útspil Calloway er að biðja stuðningsmenn KB Peja afsökunar á samfélagsmiðlum. „Kæru stuðningsmenn KB Peja. Ég vil biðjast afsökunar á því hvernig hlutirnir voru þegar ég yfirgaf félagið. Það var mín ákvörðun að hætta hjá félaginu,“ skrifaði Jacob Calloway á Instagram. „Ég brást of hart við nokkrum hlutum sem voru í gangi og með því skildi ég þjálfara KB Peja og leikmenn liðsins eftir í erfiðri stöðu. Ég fékk slæm ráð frá fólki og vildi óska að ég hefði gert þetta öðruvísi,“ skrifaði Calloway. „Ég vil ekkert nema hið besta fyrir félagið, þjálfarana, leikmennina og stuðningsmennina. Við erum nálægt því að ná samkomulagi. Þakkir til allra stuðningsmanna KB Peja fyrir stuðninginn og afsakið það hvernig ég hegðaði mér,“ skrifaði Calloway. Yfirlýsingin frá Jacob Calloway.@jacobcalloway
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira