Þrír stafir gætu komið Haaland í vandræði hjá aganefndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 10:01 Erling Haaland missti sig alveg við Simon Hooper dómara enda búinn að spila liðsfélaga sinn í gegn á úrslitastundu þegar dómarinn stoppaði leikinn. Getty/James Gill Erling Haaland gjörsamlega trompaðist í blálok leiks Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær eftir að dómarinn leyfði ekki hagnað sem hefði væntanlega fært City sigurmarkið í leiknum. Haaland missti sig við dómarann og fékk að launum gult spjald fyrir þau mótmæli. City náði ekki að skora sigurmarkið og varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Erling Haaland faces an FA charge after blasting referee Simon Hooper following Manchester City's six goal thriller with Tottenham at the Etihad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 4, 2023 Dejan Kulusevski hafði jafnað metin fyrir Tottenham á 90. mínútu en á fimmtu mínútu í uppbótartíma þá stoppaði Simon Hooper leikinn þegar Jack Grealish var sloppinn í gegn eftir sendingu frá Haaland. Það var vissulega brotið á Haaland en dómarinn rændi hann augljósum hagnaði því norski framherjinn hafði þá sent boltann inn fyrir vörnina á Grealish. Það skrýtna við þetta allt saman er að það var eins og Hooper hafi gefið merki um hagnað en flautaði svo í flautuna. Flestir eru á því að þarna hafi dómarinn gert stór mistök og rænt City marki. Haaland var hins vegar ekki runninn reiðin eftir leikinn því hann fór inn á samfélagsmiðla og setti inn færslu. Það stóð reyndar ekki mikið í færslunni en þessir þrír stafir hans gætu möguleika komið Norðmanninum í vandræði hjá aganefnd ensku deildarinnar. Wtf https://t.co/E7GKDiTZAf— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 3, 2023 Hann skrifaði WTF og deildi myndbandi af atvikinu en WTF stendur auðvitað fyrir „What the fuck“ eða „Hvað í andskotanum“. Þessir þrír stafir gætu verið nóg til að Haaland verði dæmdur fyrir brot á reglu E3.1 sem snýr af því hvað menn segja í viðtölum eða setja inn á samfélagsmiðla. Haaland er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk en hann náði ekki að skora í þessu 3-3 jafntefli í gær. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Haaland missti sig við dómarann og fékk að launum gult spjald fyrir þau mótmæli. City náði ekki að skora sigurmarkið og varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Erling Haaland faces an FA charge after blasting referee Simon Hooper following Manchester City's six goal thriller with Tottenham at the Etihad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 4, 2023 Dejan Kulusevski hafði jafnað metin fyrir Tottenham á 90. mínútu en á fimmtu mínútu í uppbótartíma þá stoppaði Simon Hooper leikinn þegar Jack Grealish var sloppinn í gegn eftir sendingu frá Haaland. Það var vissulega brotið á Haaland en dómarinn rændi hann augljósum hagnaði því norski framherjinn hafði þá sent boltann inn fyrir vörnina á Grealish. Það skrýtna við þetta allt saman er að það var eins og Hooper hafi gefið merki um hagnað en flautaði svo í flautuna. Flestir eru á því að þarna hafi dómarinn gert stór mistök og rænt City marki. Haaland var hins vegar ekki runninn reiðin eftir leikinn því hann fór inn á samfélagsmiðla og setti inn færslu. Það stóð reyndar ekki mikið í færslunni en þessir þrír stafir hans gætu möguleika komið Norðmanninum í vandræði hjá aganefnd ensku deildarinnar. Wtf https://t.co/E7GKDiTZAf— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 3, 2023 Hann skrifaði WTF og deildi myndbandi af atvikinu en WTF stendur auðvitað fyrir „What the fuck“ eða „Hvað í andskotanum“. Þessir þrír stafir gætu verið nóg til að Haaland verði dæmdur fyrir brot á reglu E3.1 sem snýr af því hvað menn segja í viðtölum eða setja inn á samfélagsmiðla. Haaland er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk en hann náði ekki að skora í þessu 3-3 jafntefli í gær.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira