Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 100-86 | Lærisveinar Péturs unnu fyrrum lærisveina hans Siggeir Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 22:00 Remy Martin tók leikinn í sínar hendur oftar en einu sinni í kvöld Vísir/Bára Feðgarnir Pétur Ingvarsson og Sigurður Pétursson fóru fyrir tímabilið í Subway-deild karla í körfubolta frá Breiðabliki til Keflavíkur. Í kvöld mættu þeir sínu fyrrum félagi og unnu góðan sigur en fæðingin var ansi erfið að þessu sinni. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir gestina en Keflvíkingar virtust hreinlega vera mættir á létta æfingu í fyrstu sóknum sínum þar sem vörn Blika var vart til staðar. Mögulega var einhver skjálfti í Blikum að mæta þessari útlendingahersveit sem Keflvíkingar skarta í ár, fjórir erlendir leikmenn í byrjunarliðinu og einn til viðbótar klár á bekknum. Blikar voru þó ekki lengi að átta sig á að þeir ættu í fullu tré við Keflvíkinga sem voru hreinlega alltof værukærir í byrjun og munurinn aðeins fjögur stig, 25-21, eftir fyrsta leikhluta. Í 2. leikhluta vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins en þeir voru að skjóta gríðarlega vel fyrir utan. Það má segja að leikhlutinn hafi orðið hálfgert einvígi milli Remy Martin og Keith Jordan. Martin skoraði tíu síðustu stig Keflavíkur í leikhlutanum og Jordan var kominn með 21 stig í hálfleik, bæði að hitta vel fyrir utan og að sækja margar villur í teignum. Báðir lang stigahæstir í sínum liðum í hálfleik og þá deildu þeir á milli sín alls einni stoðsendingu samanlagt. Martin hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og skoraði fimm fyrstu stig Keflavíkur. Þá var komið að Jaka Brodnik sem klikkað varla úr skoti í kvöld en samanlagt skoruðu þeir félagar 57 af 100 stigum Keflavíkur. Blikum skorti fleiri möguleika sóknarlega undir lokin og þá virtist vera komin ákveðin þreyta í leikmenn liðsins og heimamenn sigu hægt en örugglega fram úr og mörðu að lokum sigur sem þeir þurftu að hafa mikið fyrir. Af hverju vann Keflavík? Sóknarógnin var meiri Keflavíkurmegin en gestirnir þurftu að reiða sig mikið á framlag Keith Jordan og að henda upp þristum og vona það besta. Um leið og nýtingin fyrir utan datt niður þá dró í sundur á milli liðanna. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin fór á kostum í kvöld og tók leikinn reglulega yfir. Hann endaði með 36 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Jaka Brodnik átti einnig skínandi leik, 21 stig og var níu af ellefu í skotum. Hjá Blikum var Keith Jordan allt í öllu sóknarlega, 32 stig og 14 fráköst frá honum. Hann tók jafnframt tólf af 14 vítaskotum liðsins. Hvað gekk illa? Blikum gekk afar illa að sækja villur á Keflvíkinga, en aðeins tólf slíkar voru dæmdar á heimamenn í kvöld og voru aðeins tíu þar til í blálokin. Til samanburðar flautuðu dómarar kvöldsins 25 sinnum á gestina. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 7. desember fær Breiðablik Valsara í heimsókn og föstudaginn 8. desember sækja Keflvíkingar granna sína í Njarðvík heim. Pétur: „Þetta var svolítið eins og menn héldu að þeir ættu bara að vinna þetta án þess að hafa nokkuð fyrir því“ Pétur Ingvarsson fagnaði sigri gegn sínum gömlu lærisveinumVísir/Bára Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þá greiningu blaðamanns að hans menn hefðu verið full værukærir framan af leik. „Ég held að það sé bara hárrétt metið hjá þér. Þetta var svolítið eins og menn héldu að þeir ættu bara að vinna þetta án þess að hafa nokkuð fyrir því. Þetta var erfið fæðing en við unnum þetta nokkuð sannfærandi. Hvort sem að við hefðum verið 20 stigum yfir frá byrjun og unnið svo með 14 eða hvað sem það er þá er þetta niðurstaðan.“ Pétur gat ekki tekið undir orð kollega síns, Ívars Ásgrímssonar, að dómgæslan hefði hallað meira á Blika í kvöld. „Þú verður eiginlega að spyrja dómarana að því af hverju þeir dæmdu ekki meira. Mér fannst þetta vera bara mjög heiðarlega dæmt hjá þeim.“ Sóknarleikur Keflavíkur þróaðist þannig í kvöld að tveir leikmenn báru uppi bróðurpartinn af honum. Pétur hafði ekki þungar áhyggjur af því. „Við skoruðum samt 100 stig. En klárlega þurfum við að bæta aðeins boltaflæðið og annað til að fá fleiri menn í þetta. Við erum með jafnan hóp og það eru sumir sem geta skorað 20 stig á góðum degi og það voru bara einhverjir aðrir núna miðað við síðasta leik.“ Keflvíkingar virðast vera óðum að finna taktinn undir stjórn Péturs en hann var engu að síður ekkert sérstaklega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Frammistaðan í kvöld samanborið við Álftanes og Grindavík, þá var þetta alls ekki nógu góð frammistaða. Ég held að eftir svona 2-3 vikur þá munum við ekkert eftir því hvernig frammistaðan var, við erum búnir að vinna sex leiki og tapa þremur og það er bara málið.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik
Feðgarnir Pétur Ingvarsson og Sigurður Pétursson fóru fyrir tímabilið í Subway-deild karla í körfubolta frá Breiðabliki til Keflavíkur. Í kvöld mættu þeir sínu fyrrum félagi og unnu góðan sigur en fæðingin var ansi erfið að þessu sinni. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir gestina en Keflvíkingar virtust hreinlega vera mættir á létta æfingu í fyrstu sóknum sínum þar sem vörn Blika var vart til staðar. Mögulega var einhver skjálfti í Blikum að mæta þessari útlendingahersveit sem Keflvíkingar skarta í ár, fjórir erlendir leikmenn í byrjunarliðinu og einn til viðbótar klár á bekknum. Blikar voru þó ekki lengi að átta sig á að þeir ættu í fullu tré við Keflvíkinga sem voru hreinlega alltof værukærir í byrjun og munurinn aðeins fjögur stig, 25-21, eftir fyrsta leikhluta. Í 2. leikhluta vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins en þeir voru að skjóta gríðarlega vel fyrir utan. Það má segja að leikhlutinn hafi orðið hálfgert einvígi milli Remy Martin og Keith Jordan. Martin skoraði tíu síðustu stig Keflavíkur í leikhlutanum og Jordan var kominn með 21 stig í hálfleik, bæði að hitta vel fyrir utan og að sækja margar villur í teignum. Báðir lang stigahæstir í sínum liðum í hálfleik og þá deildu þeir á milli sín alls einni stoðsendingu samanlagt. Martin hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og skoraði fimm fyrstu stig Keflavíkur. Þá var komið að Jaka Brodnik sem klikkað varla úr skoti í kvöld en samanlagt skoruðu þeir félagar 57 af 100 stigum Keflavíkur. Blikum skorti fleiri möguleika sóknarlega undir lokin og þá virtist vera komin ákveðin þreyta í leikmenn liðsins og heimamenn sigu hægt en örugglega fram úr og mörðu að lokum sigur sem þeir þurftu að hafa mikið fyrir. Af hverju vann Keflavík? Sóknarógnin var meiri Keflavíkurmegin en gestirnir þurftu að reiða sig mikið á framlag Keith Jordan og að henda upp þristum og vona það besta. Um leið og nýtingin fyrir utan datt niður þá dró í sundur á milli liðanna. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin fór á kostum í kvöld og tók leikinn reglulega yfir. Hann endaði með 36 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Jaka Brodnik átti einnig skínandi leik, 21 stig og var níu af ellefu í skotum. Hjá Blikum var Keith Jordan allt í öllu sóknarlega, 32 stig og 14 fráköst frá honum. Hann tók jafnframt tólf af 14 vítaskotum liðsins. Hvað gekk illa? Blikum gekk afar illa að sækja villur á Keflvíkinga, en aðeins tólf slíkar voru dæmdar á heimamenn í kvöld og voru aðeins tíu þar til í blálokin. Til samanburðar flautuðu dómarar kvöldsins 25 sinnum á gestina. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 7. desember fær Breiðablik Valsara í heimsókn og föstudaginn 8. desember sækja Keflvíkingar granna sína í Njarðvík heim. Pétur: „Þetta var svolítið eins og menn héldu að þeir ættu bara að vinna þetta án þess að hafa nokkuð fyrir því“ Pétur Ingvarsson fagnaði sigri gegn sínum gömlu lærisveinumVísir/Bára Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þá greiningu blaðamanns að hans menn hefðu verið full værukærir framan af leik. „Ég held að það sé bara hárrétt metið hjá þér. Þetta var svolítið eins og menn héldu að þeir ættu bara að vinna þetta án þess að hafa nokkuð fyrir því. Þetta var erfið fæðing en við unnum þetta nokkuð sannfærandi. Hvort sem að við hefðum verið 20 stigum yfir frá byrjun og unnið svo með 14 eða hvað sem það er þá er þetta niðurstaðan.“ Pétur gat ekki tekið undir orð kollega síns, Ívars Ásgrímssonar, að dómgæslan hefði hallað meira á Blika í kvöld. „Þú verður eiginlega að spyrja dómarana að því af hverju þeir dæmdu ekki meira. Mér fannst þetta vera bara mjög heiðarlega dæmt hjá þeim.“ Sóknarleikur Keflavíkur þróaðist þannig í kvöld að tveir leikmenn báru uppi bróðurpartinn af honum. Pétur hafði ekki þungar áhyggjur af því. „Við skoruðum samt 100 stig. En klárlega þurfum við að bæta aðeins boltaflæðið og annað til að fá fleiri menn í þetta. Við erum með jafnan hóp og það eru sumir sem geta skorað 20 stig á góðum degi og það voru bara einhverjir aðrir núna miðað við síðasta leik.“ Keflvíkingar virðast vera óðum að finna taktinn undir stjórn Péturs en hann var engu að síður ekkert sérstaklega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Frammistaðan í kvöld samanborið við Álftanes og Grindavík, þá var þetta alls ekki nógu góð frammistaða. Ég held að eftir svona 2-3 vikur þá munum við ekkert eftir því hvernig frammistaðan var, við erum búnir að vinna sex leiki og tapa þremur og það er bara málið.“