„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 20:00 Sunna Jónsdóttir er spennt að hitta strákinn á morgun. Vísir Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira