„Partur af þessari vegferð sem alltaf er verið að tala um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2023 19:30 Rakel Dögg Bragadóttir er hóflega bjartsýn fyrir HM kvenna í handbolta sem hefst í vikunni. Vísir/Stöð 2 Sport Ísland lauk í gær keppni á Posten Cup, æfingamóti í Noregi, í aðdraganda heimsmeistaramóts kvenna í handbolta sem fram undan er. Fyrrum landsliðskona leggur áherslu á að liðið nýti reynsluna sem þetta mót skapar og haldi sinni vegferð áfram. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira